Árni Samúelsson er eigandi kvikmyndahúsakeðjunnar Sambíó og kvikmyndadreifingarfyrirtækisins Samfilm. Þá hefur hann setið í ýmsum stjórnum, til að mynda hjá Íslenska útvarpsfélaginu, sem síðar varð að 365 miðlum, og Fínum miðli. Þá náði hann, sem rétthafi, samningum við efnisveituna Netflix árið 2015 sem varð til þess að Netflix kom til Íslands. Hann var einnig mikill stuðningsmaður Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og gagnrýndi íslenska fjölmiðla fyrir umfjöllun þeirra um forsetann.
Laun: 4.425.630 kr.
Allt um tekjur yfir tvö þúsund Íslendinga í nýju Tekjublaði DV.