fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025

Sigríður hefur ferðast um landið og tekið ljósmyndir af kaupmanninum á horninu

Miklu meira en verslun

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðja síðustu öld versluðu Íslendingar fyrst og fremst í sérverslunum og hjá kaupmönnum sem afhentu fólki fjölbreyttar vörur yfir búðarborðið. Hundruð slíkra kaupmanna voru staðsettir á götuhornum í íbúðahverfum um allt land, verslanir þeirra voru allt í senn skemmtistaðir, félagsmiðstöðvar og öryggisnet fyrir fólk í hverfinu. Með uppgangi stórmarkaða og lágvöruverslanakeðja í útjaðri íbúðahverfanna hefur þessi starfsemi að mestu leyti liðið undir lok, en enn standa þó nokkrir þrautseigir kaupmenn eftir á hornum borga og bæja landsins.

Sigríður Rut Marrow hefur tekið ljósmyndir af hér um bil öllum hornkaupmönnum landsins.
Fangar hverfandi menningarheim Sigríður Rut Marrow hefur tekið ljósmyndir af hér um bil öllum hornkaupmönnum landsins.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Sigríður Rut Marrow hefur á undanförnu ári ferðast um landið og tekið myndir af hér um bil öllum kaupmönnum sem enn reka eigin verslanir á íslenskum götuhornum. Ljósmyndasyrpan er lokaverkefni Sigríðar í mastersnámi í menningarmiðlun við Háskóla Íslands en hún vonast til að geta sýnt afraksturinn opinberlega á næstu mánuðum og gefið út á bók.

Inn í annan heim

Sigríður segir að áhugi hennar á kaupmanninum á horninu hafi byrjað þegar hún var að leita sér að hentugu verkefni fyrir ljósmyndaáfanga í skólanum. „Á þessum tíma fór ég fyrir tilviljun inn í Kjötborg [við Ásvallagötu] í fyrsta skipti. Ég er það ung að ég þegar ég var að alast upp höfðu stórmarkaðirnir löngu tekið yfir markaðinn. Það var því svolítil upplifun fyrir mig að koma inn í búðina – svolítið eins og að ganga inn í annan heim. Ég vissi strax að mig langaði að vinna eitthvað með þetta,“ segir Sigríður.

Verkefnið óx fljótlega úr því að vera lítið ljósmyndaverkefni um þrjár verslanir í Reykjavík yfir í það að vera skrásetning á öllum hornkaupmönnum landsins. „Bróðir minn stakk upp á því að ég ferðaðist hringinn og myndaði allar svona búðir á landinu. Þetta er eldri bróðir minn sem ég tek mjög mikið mark á þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Síðasta haust fór ég í fyrstu ferðina og myndaði búðir á Vestur-, Norður- og Austurlandi. Svo ferðaðist ég um Suðurland og Reykjavík í nóvember. Í apríl heimsótti ég svo nokkrar aðrar búðir sem ég hafði frétt af í millitíðinni. Þetta eru 33 búðir í heildina. Það eru reyndar tvær búðir sem ég missti af, en ég mun mynda þær ef ég fer eitthvað lengra með verkefnið.“

Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir hafa rekið verslunina Kjötborg á Ásvallagötu í Reykjavík frá árinu 1988 en búðin var stofnuð af föður þeirra árið 1956.
Kjötborg Bræðurnir Gunnar og Kristján Jónassynir hafa rekið verslunina Kjötborg á Ásvallagötu í Reykjavík frá árinu 1988 en búðin var stofnuð af föður þeirra árið 1956.

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Bjarni Haraldsson situr bak við búðarborðið í versluninni sem faðir hans stofnaði á Sauðárkróki árið 1919.
Verzlun H. Júlíussonar Bjarni Haraldsson situr bak við búðarborðið í versluninni sem faðir hans stofnaði á Sauðárkróki árið 1919.

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Guðrún Rannveig Björnsdóttir hefur rekið verslunina Urð, sem er betur þekkt sem Gunnubúð, á Raufarhöfn frá árinu 1995.
Gunnubúð Guðrún Rannveig Björnsdóttir hefur rekið verslunina Urð, sem er betur þekkt sem Gunnubúð, á Raufarhöfn frá árinu 1995.

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Deyjandi starfsstétt

Þeir 33 kaupmenn sem reka eigin verslanir á Íslandi í dag eru aðeins brotabrot af þeim fjölda sjálfstæðu kaupmanna á landinu um miðja síðustu öld. Hún vitnar í hinn 87 ára gamla Bjarna Haraldsson sem enn stendur vaktina í Verslun H. Júlíussonar á Sauðárkróki, en hann man eftir því þegar það voru nærri því 20 verslanir í götunni á Sauðárkróki.

En af hverju fækkaði þessum verslunum svona mikið, var það fyrst og fremst þegar stórmarkaðirnir komu fram?

„Já, Hagkaup var stofnað árið 1959 sem póstverslun en fyrsti stórmarkaðurinn þeirra að bandarískri fyrirmynd opnaði árið 1970 í Skeifunni. Það eru eflaust margar ástæður fyrir því að slíkar verslanir fóru að taka yfir. Áður fyrr, þegar ísskápar voru sjaldséðir á heimilum, þurftu húsmæðurnar að fara einu sinni á dag út að versla, til kjötsalans, í fiskbúðina, mjólkurbúðina og kaupmannsins. Þetta breyttist svo smám saman. Það hafði líka áhrif þegar jafnrétti kynjanna jókst og báðir aðilar í hjónabandi fóru út á vinnumarkaðinn, samgöngur bötnuðu líka og nú síðast hefur fólk farið að versla á netinu,“ segir Sigríður og bendir á að þróunin hafi aðeins orðið hraðari á síðasta áratugnum. „Bónus kom svo árið 1989 og Íslendingar tóku sérstaklega vel í þetta enda var vöruverðið mun lægra.“

Sigríður segir að með ljósmyndum sínum sé hún að skrásetja hverfandi menningarheim og sé verkefnið hálfgerður minnisvarði, enda hafi fimm kaupmenn til viðbótar lagt upp laupana á því eina ári sem hún hefur unnið verkefnið.

„Oft eru þetta fjölskyldufyrirtæki, en mér sýnist að í mörgum þeirra sé enginn í fjölskyldunni tilbúinn að taka við af þeim sem er í dag. Í gegnum tíðina hefur það verið álitin mikil virðingarstaða að vera kaupmaður en þetta þykir ekki eins eftirsóknarvert í dag, enda getur verið erfitt að reka slíkar búðir eins og markaðurinn er í dag.“

Félagsmiðstöð og sálfræðiþjónusta

En hvernig fólk er það sem heldur áfram að reka sjálfstæðar kjörbúðir?

„Þetta er mjög mismunandi fólk, en ég held að allt þetta fólk eigi það sameiginlegt að vera mjög félagslynt. Til að reka svona búð þarftu að vera mjög „sósjal“ enda verða þetta yfirleitt eins og félagsmiðstöðvar fyrir nærumhverfið.“

Er þetta það sem þær hafa helst fram að færa fram yfir stórmarkaðina?

Já, það er fyrst og fremst nándin og þetta mannlega. Til kaupmannanna koma mjög margir inn til að fá félagsskap, til dæmis margir einstæðingar sem koma og hittast. Sumir kaupmenn lýsa sér eins og sálfræðingum. Í Kjötborg geyma þeir lykla fyrir fólk í hverfinu, í aðrar búðir koma krakkar sem læsast úti og fá að hringja í foreldra sína og fá eitthvað að drekka á meðan þeir bíða. Þetta er ákveðið öryggi. Þetta er því miklu meira en bara verslanir,“ segir Sigríður.

„Hjá kaupmanninum er allt svo persónulegt. Uppstillingarnar eru til dæmis ekki eftir neinu kerfi heldur eru þær augljóslega gerðar af ákveðinni manneskju. Þetta eru rosalega ólíkar búðir og mótast eftir karakter hvers og eins kaupmanns, maður getur eiginlega lesið í karakterinn hans með því að skoða búðina. Hjá Einari í Einarsbúð á Akranesi er allt mjög snyrtilega upp raðað og allir mjög settlegir og fínir. Í Gunnubúð á Raufarhöfn er hins vegar skipulagt kaos sem hvorki Gunna né viðskiptavinirnir myndu vilja breyta. Það er miklu kaldara að fara í stórmarkaði, þar sem öllu er raðað eftir sama kerfinu og allar búðirnar því nánast eins.“

Er það þessi karakter og óskipulagða fagurfræði sem er það sem gerir þessar verslanir sérstaklega áhugavert myndefni?

„Já, mér finnst þær myndast rosalega vel og því sá ég þetta tækifæri í að búa til myndverk. Þetta eru oft mjög litríkar verslanir og margar skemmtilegar uppstillingar. Ólíkum hlutum er blandað saman svo oft verður þetta hálf súrrealískt, til dæmis tók ég mynd í Kjötborg þar sem heildarverkum Tómasar Guðmundssonar hafði verið stillt upp við hliðina á tómatsósuflöskum.“

Í versluninni Kjötborg.
Fjölbreytt úrval Í versluninni Kjötborg.

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Stefanía Birgisdóttir rekur Verslun Bjarna Eiríkssonar í Bolungarvík.
Bjarnabúð Stefanía Birgisdóttir rekur Verslun Bjarna Eiríkssonar í Bolungarvík.

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðarmaður hefur umsjón með kjöt- og fiskborðinu i Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi.
Ferskt kjöt í verslun Einars Hafsteinn Kjartansson kjötiðnaðarmaður hefur umsjón með kjöt- og fiskborðinu i Verslun Einars Ólafssonar á Akranesi.

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Mynd: Sigríður Rut Marrow

Árétting: Rangt ártal birtist í textanum í umfjöllun um fyrsta stórmarkað Hagkaupa, hann opnaði árið 1970. Beðist er velvirðingar á mistökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti

Safna undirskriftum gegn framkvæmdunum í Breiðholti
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Gauti segir Íslendinga þriðja flokks borgara á Keflavíkurflugvelli – „Túristarnir hafa hundrað prósent forgang“

Gauti segir Íslendinga þriðja flokks borgara á Keflavíkurflugvelli – „Túristarnir hafa hundrað prósent forgang“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot hafði lítinn áhuga á spurningunni: ,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það?“

Slot hafði lítinn áhuga á spurningunni: ,,Heldurðu í alvörunni að ég muni segja ykkur það?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs

Meghan Markle sögð örvæntingafull í byrjun árs
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Óvæntar staðreyndir um hunda

Óvæntar staðreyndir um hunda