fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025

Samfélagsmiðlastjarna harðlega gagnrýnd fyrir hennar „raunverulega“ líkama

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 16. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sundfatafyrirsætan Ariella Nyssa hefur ákveðið að taka sér hlé frá samfélagsmiðlum eftir að hafa fengið aragrúa af ljótum skilaboðum vegna líkama síns.

Ariella er dugleg að breiða út boðskap jákvæðrar líkamsímyndar á Instagram og deilir óbreyttum myndum af líkama sínum.

https://www.instagram.com/p/B0X2488n-5r/

Ariella útskýrði málið í færslu á Instagram. Hún sagði að henni líður „hræðilega“ því fólk hefur sagt við hana að líkami hennar sé of „raunverulegur“ til að verða fyrirsæta.

„Ég hef átt fokking slæman dag. Að lesa í gegnum skilaboð og komment frá ykkur hefur í alvöru grætt mig. AF HVERJU ERU SAMFÉLAGSMIÐLAR SVONA. Af hverju eru tískumerki að reyna að láta okkur líða illa ef við erum ekki eins og þeirra hugmynd um fullkominn líkama. Ég í alvöru trúi ekki hvað þetta hefur verið svona lengi, og ég er svo reið út í mig sjálfa fyrir að taka þessu sem norminu í mörg ár,“ skrifar Ariella og nefnir dæmi um niðrandi ummæli sem hún hefur fengið.

„Þú þarft að hafa lögfræðigráðu til að vera lögfræðingur, alveg eins og þú þarft að vera með fyrirsætu líkama til að vera fyrirsæta.“

https://www.instagram.com/p/B0Rf_ZPiIuD/

„Bíddu, HA? Sum þessara ummæla eru svo fokking heimskuleg og sýna nákvæmlega hversu mikil áhrif iðnaðurinn og samfélagsmiðlar hafa á okkur. Hver sagði þér hvað „fyrirsætu-líkami“ er? Hver í fjandanum segir hvað það er? Ættum við ekki að sýna allar gerðir líkama? Ætti okkur öllum ekki að líða eins og við séum nógu falleg til að klæðast hvaða merki sem er. Hversu fáranlegt. Ég áttaði mig ekki á hversu slæmt þetta væri fyrr en í þessari viku. Ég áttaði mig ekki á hversu mikið iðnaðurinn og samfélagsmiðlar hafa brenglað huga okkar í að halda að þú þarft að líta út á ákveðinn hátt til að geta ELSKAÐ þig sjálfa,“ skrifar hún.

https://www.instagram.com/p/Bye2q6cnkys/

Ariella nefnir að andleg heilsa ungmenna hefur versnað með tilkomu samfélagsmiðla.

„TÍSKUMERKI… skoðið heimasíður ykkar, fatnað ykkar og fyrirsætur ykkar. Þroskist og berjist gegn iðnaðinum sem hefur látið konum líða svona í svo langan tíma! Vertu breytingin. Gerðu þetta fyrir okkur. Ég veit ekki hversu oft ég þarf að segja þetta en af hverju eruð þið að reyna að setja alla í eitt eða tvö box! Það meikar engan sens. ALLIR ERU FALLEGIR OG ALLIR EIGA SKILIÐ TÆKIFÆRI!“

Skrifar Ariella og segir að myndirnar sem hún birtir með færslunni eru myndir af henni sem hafa fengið neikvæðustu viðbrögðin á Instagram.

https://www.instagram.com/p/B1LPmGgnnIZ/

„Þetta eru nokkrar þeirra mynda sem hafa fengið hatursfyllstu ummælin. Og veistu hvað er kaldhæðið? Þetta eru örugglega UPPÁHALDS myndirnar mínar af öllum.“

Nýlega opnaði hún sig á Instagram um það að sum tískumerki vilja ekki vinna með henni vegna stærðar hennar.

„Hættið að ljúga að stelpum og konum að þær þurfa að missa tíu kíló til að vera fallegar eða nota smáforrit til að breyta myndunum sínum svo það sé tekið eftir þeim,“ skrifaði Ariella.

https://www.instagram.com/p/B1GGIQmHf8R/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 klukkutíma

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi

Lýsa alvarlegum áhyggjum af stöðu bæjarsjóðs – Gífurleg útgjöld til hælisleitenda og valdeflingarverkefni falin í ársreikningi
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eftirsóttur í Manchester og Liverpool – Þetta er verðmiðinn

Eftirsóttur í Manchester og Liverpool – Þetta er verðmiðinn
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sjáðu agaleg mistök sem komu upp í gær – „Einhver þarf að finna sér nýtt starf í fyrramálið“

Sjáðu agaleg mistök sem komu upp í gær – „Einhver þarf að finna sér nýtt starf í fyrramálið“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Faðir leikmanns Liverpool tjáir sig um kjaftasögurnar

Faðir leikmanns Liverpool tjáir sig um kjaftasögurnar
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“

„Þessi innri gagnrýnandi er enn til staðar og segir oft: Nei, ekki taka þátt í þessu. Ekki gera þetta. En í dag fæ ég að ritskoða allt og svara honum fullum hálsi“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Gekk nakinn um Disneyland

Gekk nakinn um Disneyland
EyjanFastir pennar
Fyrir 8 klukkutímum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.