fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Benedikt gagnrýnir afskiptasemi ríkisins – „Mér kemur það lítið við hvað aðrir borða“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 16. ágúst 2019 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra, skrifaði pistil sem birtist á heimasíðu hans í dag. Í pistlinum veltir hann því fyrir sér hversu mikið ríkið á að skipta sér af fólkinu í landinu.

„Borgarstjórinn í Reykjavík brást á sínum tíma við með eftirminnilegum hætti þegar kona ætlaði í hungurverkfall vegna þess að henni líkaði ekki afgreiðsla í lóðamáli. „Maður skiptir sér ekki af því með hvaða hætti fólk nærist í landinu. Það er ekki okkar mál.““

Benedikt segir að það væri betra ef stjórnvöld mynda halda sig almennt við þessa skoðun borgarstjórans fyrrverandi.

„Því miður telur vinstri stjórnin sem nú ríkir sig vita öðrum betur hvað þjóðinni er fyrir bestu að snæða. Í stað þess að láta fólk sjálft um það hvernig það nærist setur ríkisstjórnin reglur um það hvað má borða og á hvaða verði. Hluti Sjálfstæðismanna er að fara af hjörunum yfir frumvarpi um neytendavernd í orkumálum, en er pollrólegur yfir áformum félaga sinna um skatt á kökur og gosdrykki.“

Benedikt  segir umræðuna sem nýlega fór í gang vera sérkennilega. 

„Í ljós kemur að til er nefnd um inn- og útflutning á landbúnaðarvörum. Íslendingar þekktu á árum áður slíkar nefndir. Langt fram yfir miðja síðustu öld voru nýir ávextir aðeins til fyrir stórhátíðir. Gjaldeyrisnefnd sá til þess. Sá sem hafði fengið gjaldeyrisleyfi hjá þeirri nefnd þurfti þá að sækja um innflutningsleyfi og oftar en ekki var þess gætt að einungis annað leyfið gilti í einu. 

Hér var rekin Viðtækjasala ríkisins, bifreiðaeinkasala, raftækjaeinkasala og jafnvel einkasala á eldspýtum. Þjónustan var léleg, verð hátt og gæðin lítil. Allt þetta finnst okkur hlægilegt nú á dögum, rétt eins og að leyfi hafi þurft fyrir innflutningi á stígvélum eða einu pari af hlaupaskóm. Skömmtunarskrifstofa ríkisins réði skömmtunarstjóra sem gaf út skriflegar heimildir til sölu á vörum samkvæmt ákveðnum reglum.“

Benedikt vitnar í Jónas Haralz sem tók þátt í rekstri kerfisins og segi Benedikt hann vera einn merkasta hagfræðing landsins.

„Athygli sérfræðinganna beindist að því að reka þetta kerfi á eins ábyrgan og hagkvæman hátt og tækifæri gáfust til, en ekki að losna við kerfið.“

Benedikt gagnrýnir því næst þá stefnu sem hann segir vinstrimenn á Alþingi fylgja.

„Vinstrimennirnir sem nú stýra þjóðarskútunni telja að aukin ríkisforsjá sé þjóðinni farsælust. Þeir gera atlögu að einkarekstri í heilbrigðisþjónustu og telja rekstrarformið skipta meira máli en góð þjónusta, hagstætt verð og skjótur bati sjúklinganna. Báknið er best að mati meirihlutans.“

Hann segir hryggjamálið svokallaða vera anga af sama meiði.

„Vísað er til 3. mgr. 87.gr. búvörulaga nr. 99/1993, sem væntanlega fjallar um hvenær megi flytja inn kjöt. Fyrrnefnd nefnd þarf að kynna sér gögn að fenginni ábendingu um yfirvofandi skort. Hver spekingurinn á fætur öðrum stormar fram á sviðið og lýsir því yfir að fólki sé ekki vorkunn að borða ekki hryggi í nokkrar vikur.“

Benedikt segir þetta ekki vera það sem málið snýst um og botnar pistilinn með spurningu. 

„Sunnudagshryggurinn er fáséður á mínu heimili, en mér kemur það lítið við hvað aðrir borða. Þarf virkilega nefnd sem ákveður hvað fólk má eitt og sjálft? Á ríkið að skipta sér af mataræði þegnanna?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Einar afhjúpar dramatískan fund þar sem því var fyrst hótað að slíta meirihlutasamstarfinu – „Þá brást á mikil taugaveiklun“

Einar afhjúpar dramatískan fund þar sem því var fyrst hótað að slíta meirihlutasamstarfinu – „Þá brást á mikil taugaveiklun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið