Last Christmas verður jólamyndin í ár ef marka má viðbrögðin við fyrstu stiklu myndarinnar.
Emilia Clarke, sem margir þekkja úr Game Of Thrones, fer með aðalhlutverk í myndinni ásamt Emmu Thompson og Michelle Yeoh.
Last Christmas byggir á lögum George Michael og kemur út 8. nóvember næstkomandi.
Hún fjallar um unga konu, Kate, sem er vön því að taka slæmar ákvarðanir. Síðasta slæma ákvörðun sem hún tók var að byrja að vinna sem álfur í jólabúð. Líf hennar tekur stakkaskiptum þegar hún kynnist Tom. Fyrir Kate, er þetta of gott til að vera satt.
Horfðu á stikluna hér að neðan.
Stiklan hefur fengið gríðarleg viðbrögð og eru margar kenningar um söguþráðinn komnar á flug.
Vinsælasta kenningin er sú að Tom er ekki til, heldur sé hann draugur eða hún sé að ímynda sér hann.
OMG, is he a ghost??? I smell an M. Night Shyamalan twist. #LastChristmasMovie https://t.co/BygXx9rxpE
— David (@Dreams_on_Paper) August 14, 2019
Önnur kenning er að hún sé dáin og hann sé verndarengill hennar að hjálpa henni að komast upp til himna.
I think it’s a combo of a couple – she died and he’s her guardian angel helping her get to heaven by having her realize she’s actually a helpful person. She’s like in limbo uhhhhhhh she’s gotta have faith she can do good?
— Sean Calloway (@BiiigggSean) August 14, 2019
Einn netverji kom með þá kenningu að hún hafi fengið hans hjarta þegar hún fór í hjartaígræðslu.
If the twist in LAST CHRISTMAS really is that she has his transplanted heart, that inexplicably long and detailed trailer will have a lot to answer for.
— Guy Lodge (@GuyLodge) August 14, 2019
Hvað segja lesendur um stikluna?