Undanúrslit í hæfileikakeppninni America‘s Got Talent fóru fram í gærkvöldi í Dolby leikhúsinu í Hollywood og má með sanni segja að söngvarinn og píanóleikarinn Kodi Lee hafi stolið senunni.
Kodi, sem er blindur og einhverfur, settist við píanóið og flutti hið klassíska lag Simon og Garfunkel, Bridge Over Troubled Water. Kodi uppskar standandi lófaklapp þegar að flutningnum lauk og var dómarinn Simon Cowell á því að Kodi væri ein ótrúlegasta mannveran sem hefði tekið þátt í hæfileikakeppninni frá upphafi.
Kodi sló fyrst í gegn í áheyrnarprufu fyrir þáttinn í maí og fékk gullna hnappinn eftir stórkostlega frammistöðu. Nú telja margir að hann gæti unnið allt heila klabbið.
https://youtu.be/Q8c0yFBfqoE