fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Fókus

Þau eru jafngömul – Ótrúlegt en satt

Fókus
Laugardaginn 24. ágúst 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldur er afstæður en oft getur það komið á óvart hve ólíkir jafnaldrar eru. DV ákvað því að fara yfir aldur nokkurra landsþekktra Íslendinga og kom margt á óvart þegar leitað var að jafnöldrum.

1996 – Aníta og Sunneva

Frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir og áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir hafa kosið mismunandi leiðir í lífinu en þær eru báðar fæddar á því herrans ári 1996 – Aníta í janúar, Sunneva í ágúst.

 

1990 – Aron og Jóhanna

Handknattleiksmaðurinn Aron Pálmarsson og Eurovision-hetjan Jóhanna Guðrún eru bæði fædd árið 1990.

1989 – Eyþór og Gylfi

Fótboltakappinn Gylfi Þór Sigurðsson er fæddur í september árið 1989 en söngvarinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson í maí sama ár.

 

1984 – Smári og Tobba

Aðgerðasinninn Smári McCarthy er fæddur 7. febrúar árið 1984. Tobba Marinós er hins vegar fædd 7. desember sama ár.

 

1982 – Ágústa og Ásmundur

Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir og stjórnmálamaðurinn Ásmundur Einar Daðason eru fædd sama ár, þótt ótrúlegt megi virðast.

 

1980 – Pawel og Auddi

Stjórnmálamaðurinn Pawel Bartoszek og fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal eiga líklegast ekki mikið sameiginlegt. Þeir eru hins vegar fæddir sama ár.

 

1979 – Hafdís, Birgitta og Guðjón Valur

Tónlistarkonurnar Hafdís Huld og Birgitta Haukdal eru jafngamlar handboltakappanum Guðjóni Val Sigurðssyni.

 

1978 – Eiður, Erla og Jógvan

Árið 1978 var stórt ár. Þá komu til að mynda í heiminn knattspyrnugoðsögnin Eiður Smári Guðjohnsen, Erla Hlynsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Pírata, og söngvarinn Jógvan Hansen.

1977 – Svala og Jónsi

Tónlistarfólkið Svala Björgvins og Jón Jósep Snæbjörnsson, Jónsi, eiga sama afmælisár.

1976 – Mugison, Lárus og Katrín

Forsætisráðherra vor, Katrín Jakobsdóttir, fæddist þann 1. febrúar árið 1976. Í september það sama ár kom tónlistarmaðurinn Mugison í heiminn og í desember fæddist athafnamaðurinn Lárus Welding.

 

1973 – Óli og Óli

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og handboltahetjan Ólafur Stefánsson eiga ekki mikið sameiginlegt nema fæðingarárið.

 

1970 – Anna, Bjarni og Páll Óskar

Söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fæddust bæði í janúar árið 1970. Í mars það sama ár kom síðan tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson í heiminn.

 

1967 – Gnarr, Bjöggi og Birgitta

Jón Gnarr hefur margoft sagt frá því að hann eigi afmæli 2. janúar, á sjálfum talningardeginum. Jón fæddist árið 1967 líkt og kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson og þúsundþjalasmiðurinn Birgitta Jónsdóttir.

 

1965 – Bjarkey og Björk

Óvíst er hvort stjórnmálakonan Bjarkey Gunnarsdóttir sé söngelsk en hún er jafngömul Björk okkar Guðmundsdóttur.

 

1957 – Bergþór og Lilja

Söngvarinn Bergþór Pálsson kom syngjandi í heiminn árið 1957, líkt og stjórnmálakonan Lilja Rafney Magnúsdóttir.

 

1955 – Siggi, Steingrímur, Diddú og Einar

Margir landsþekktir einstaklingar fæddust árið 1955, til að mynda Siggi Sigurjóns leikari, Steingrímur J. Sigfússon pólitíkus, söngkonan Diddú og rithöfundurinn Einar Kárason.

 

1948 – Davíð og Ari

Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, er jafngamall jarðfræðingnum og stjórnmálamanninum Ara Trausta Guðmundssyni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“

Þórhildur opnar sig um erfið sambandsslit – „Ég var týnd þegar það byrjaði að flosna upp úr sambandinu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“

Amy Schumer um kynlífsatriðið rosalega með John Cena – „Hann var í rauninni inni í mér“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma

Skilaboð Ragnhildar til þeirra sem sýna trans fólki fordóma
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“

Ömurlegt atvik á klósettunum á Þjóðhátíð – „Það voru stelpur í kringum tvítugt“