fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025

Ekki trúa öllu sem þú sérð á Instagram – Kom upp um systur sína

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 9. ágúst 2019 10:55

Casey og myndirnar umræddu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með síauknum vinsældum samfélagsmiðla eru notendur og sérstaklega áhrifavaldar æstir í að láta fólk halda að þau séu að lifa innihaldsríku og frábæru lífi.

En ekki trúa öllu sem þú sérð á samfélagsmiðlum.

Áhrifavaldurinn Casey Sosnowski deildi mynd af sér á Instagram. Á myndinni er hún í íþróttafötum og heldur á vatnsflösku, það lítur út fyrir að hún sé á göngu í náttúrunni. Hún skrifaði með myndinni hvetjandi skilaboð: „Náttúran mun lækna öll okkar vandamál.“

Hins vegar er ekki allt sem sýnist. Casey var í raun mun nærri heimili sínu. Hún tók myndina í bakgarðinum heima.

Carly kom upp um systir sína og deildi þessari mynd á Twitter.

Systir hennar, Carly, kom upp um systir sína á Twitter. Hún deildi skjáskoti af færslu systir sinnar og mynd af myndatökunni sjálfri.

Carly kom upp um systir sína og deildi þessari mynd á Twitter.

„Systir mín sagði að hún ætlaði að fara í gönguferð, þetta er bakgarður okkar.“

Það tók ekki langan tíma fyrir færslu hennar að ganga eins og eldur í sinu um netheima. Það hafa yfir 274 þúsund manns líkað við færsluna og rúmlega 40 þúsund manns endurbirt hana.

Hér að neðan máttu sjá nokkur svör netverja við tístinu.

Casey virtist hafa tekið þessu ágætlega og breytti textanum með myndinni í: „Fór ég í gönguferð? Nei. Er þetta bakgarður minn?… Kannski.“

Eftir að fjölmiðlar, eins og Mirror og Yahoo News, fóru að fjalla um málið hefur Casey lokað Instagram-aðgangi sínum og geta aðeins fylgjendur hennar skoðað síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Stjarna United setur húsið á sölu fyrir 650 milljónir – Er hann á förum?

Stjarna United setur húsið á sölu fyrir 650 milljónir – Er hann á förum?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag

Nistelrooy refsaði leikmanni sem neitar að hætta að keyra 320 kílómetra á dag
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum

Nýr framkvæmdastjóri hjá Sjálfstæðisflokknum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið

Ford Fantasy leikur Bestu deildarinnar er kominn í loftið
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Margir svikapóstar í gangi – Lögreglan varar við „screen-sharing“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.