Þetta á við í Bandaríkjunum þar sem Disney mun bjóða upp á stóra pakkann fyrir 6,99 dollara á mánuði sem er það sem áskrift að Netflix kostar í dag með HD útsendingu. Á ESPN+ er boðið upp á fjölbreytt úrval íþrótta. Hulu er næstvinsælasta efnisveitan í dag á eftir Netflix. Disney keypti Hulu af stórum kvikmynda- og sjónvarpsfyrirtækjum fyrir nokkru.
Ljóst er að mikið úrval verður í boði hjá Disney því allt efni fyrirtækisins verður aðgengilegt á efnisveitunni en Disney á meðal annars Star Wars og Marvel merkin. Auk þess mun megnið af efni 21st Century Fox verða aðgengilegt á Disney+ því Disney keypti fyrirtækið á síðasta ári.
Disney+ verður hleypt af stokkunum þann 12. nóvember í Bandaríkjunum og síðan kemur röðin að allri Vestur-Evrópu. Ekki hefur þó verið tilkynnt um dagsetningu.