fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Matur

Heimsfrægur kjúklingaréttur settur í hollan búning: „Það gerist varla meira ketó“

Ketóhornið
Fimmtudaginn 8. ágúst 2019 11:30

Dýrindismatur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það gerist varla meira ketó en þessi klassíski kjúklingaréttur en honum kynntist ég þegar ég fór að ferðast til Bandaríkjanna og heimsótti vinsælan veitingastað þar sem heitir Olive Garden. Seinna varð þessi réttur í miklu uppáhaldi hjá henni Emblu Örk, dóttur minni, en hann var líka hægt að fá á Ruby Tuesday, sem við sóttum oft með fjöllunni. Börnin fengu litabók og dunduðu sér við listsköpun á meðan beðið var eftir matnum – gott mál.

Fullkominn ketó kvöldmatur.

Ketókjúlli Alfredo

Hráefni:

3-4 kjúklingabringur (kryddaðar með salt/pipar og grillaðar á háum hita í ólífuolíu)

Alfredo sósa – Hráefni:

50 g smjör
3 hvítlauksrif, smátt skorin
1 bolli rjómi
1/2 bolli parmesan ostur, rifinn
1 teningur af kjúklingakrafti

Aðferð:

Smjörið brætt fyrst yfir meðalhita og hvítlaukurinn mýktur létt. Síðan er rjómanum og ostinum blandað við ásamt kraftinum. Saltið og piprið eftir smekk og berið sósuna fram með kjúklingnum, kúrbítsspagettí og parmesan osti. Mamma mía Alfredo!

Nammi gott.

Endilega fylgið mér á Instagram og Snapchat þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.03.2024

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma

Þessar matartegundir er hjálplegt að borða áður en þú ferð að djamma
Matur
18.03.2024

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum

Rjómalagað pasta með kjúkling og sveppum
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
18.11.2023

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“

„Sælkerar landsins! Sjá ég færi ykkur fögnuð“
Matur
05.11.2023

Guðdómleg perubaka

Guðdómleg perubaka
Matur
31.10.2023

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!

Einfaldur réttur sem kemur skemmtilega á óvart!
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu