fbpx
Sunnudagur 22.desember 2024
Fréttir

Varðhald Ingólfs dregst á langinn og snákur kominn inn í klefann – „Þeir eru að reyna að ná út úr mér hverri einustu krónu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 7. ágúst 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heldur er farið að kárna gamanið hjá Ingólfi Steinari Ingólfssyni sem situr í varðhaldi í Kambódíu vegna heimildarlausrar veru hans í landinu eftir að vefabréfsáritun hans rann út. Ingólfur er ekki dæmdur til neinnar refsingar né á hann von á ákæru heldur sætir hann varðhaldi þar sem hann hefur ekki dvalarleyfi. Verður hann sendur úr landi og má ekki koma til Kambódíu næstu þrjú árin.

Þegar DV ræddi við Ingólf fyrir um viku átti hann von á því að verða sendur með flugvél heim til Íslands hvað úr hverju. Núna virðist dvölin vera að dragast á langinn. Ekki bætir úr skák að stærðarinnar snákur skreið inn í klefann til Ingólfs. Sjá meðfylgjandi mynd. Segist hann ekki vita hvort kvikindið sé eitrað eður ei.

Reyndar er handtökuástæða Ingólfs dálítið málum blandin því hluti af henni er ásökun um ógreiddan hótelreikning. Ingólfur segist hafa samið við hótelið um að greiða reikninginn þegar dvöl hans væri á enda. Hann var hins vegar handtekinn áður en til þess kom. Ingólfur skrifaði harðorða umsögn um hótelið á Trip Advisor og Booking.com vegna þess. Núna fær hann hótanir frá hótelinu um að það sjái til þess að hann sitji í varðhaldinu þar til hann hefur tekið út umsagnirnar.

„Ég tek ekki út þessar umsagnir fyrr en ég er kominn upp í flugvél til Íslands,“ segir Ingólfur við DV, og ljóst er að þarna er refskák tefld.

„Stjórinn hérna vill frá 500 dollara svo hann sleppi mér,“ segir Ingólfur jafnframt en að hans sögn gengur allt út á mútur í þessu samfélagi. Hefur hann borið peninga í varðhaldsstjórann til að fá aukamat og bjór til sín. „Þeir eru að reyna að ná út úr mér hverri einustu krónu. Þeir segjast ætla að sleppa mér en ég treysti engum hérna.“

Ingólfur er sem fyrr í sambandi við sænska sendiráðið í Kambódíu vegna vandræða sinna og hann er einnig í sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins á Íslandi. Vonast hann til að þessir aðilar fái því framgengt að hann verði látinn laus fljótlega.

 

Sjá einnig:

Einkaviðtal DV við Ingólf Steinar sem er í varðhald í Kambódíu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“

Árni bendir lögreglu á að hann gengur enn laus – „Hvað veldur?“