Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill birti í gær Twitter-færslu þar sem hann ræðir umferð í Reykjavík. Færslan hefur fengið hörð viðbrögð og vakið mikið umtal, þar sem margir virðast ósammála Simma.
Í færslunni sést loftmynd af Miklubrautinni ásamt texta Sigmars.
Hér er yfirlitsmynd af einni umferðarþyngstu leið þjóðarinnar. Mynd um miðjan dag um verslunarmannahelgi. Get ekki betur séð en að plássið fyrir hjól og gangandi sé það sama og fyrir tvöfalda akreinar í aðra átt. Er von að fólk sé lengi heim úr vinnu? Hæg umferð mengar.
Hér er yfirlitsmynd af einni umferðarþyngstu leið þjóðarinnar. Mynd um miðjan dag um verslunarmannahelgi. Get ekki betur séð en að plássið fyrir hjól og gangandi sé það sama og fyrir tvöfalda akreinar í aðra átt. Er von að fólk sé lengi heim úr vinnu? Hæg umferð mengar. pic.twitter.com/iBPFkAIHMr
— Simmi Vil (@simmivil) 6 August 2019
Fyrrverandi borgarstjórinn og grínistinn Jón Gnarr svarar, en hann segist ekki skilja pælingu Simma.
ég er búinn að lesa þetta nokkrum sinnum en ég skil samt ekki alveg hvað þú ert að meina. borgin tæmist yfirleitt um þessa helgi. viltu fækka göngu- og hjólreiðastígum eða? viltu meiri umferð?
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) 6 August 2019
Simmi svarar þá Jóni og segir gatnakerfi Reykjavíkur galið.
Ég bara sá þessa yfirlitsmynd og fattaði en betur hvað gatnakerfi Reykjavíkur er gjörsamlega galið. Það er verið að byggja Landspítala þarna stuttu neðar og stórar blokkir við Hlíðarenda. Þétting borgar í fullum gangi og gatnakerfi sem annar ekki ástandinu eins og það er.
— Simmi Vil (@simmivil) 6 August 2019
Jón Gnarr bendir þó á að fleiri akreinar séu alls ekkert endilega besta lausnin.
ég hef tvisvar dvalist langdvölum í Houston sem er bílaborg dauðans og útgefandinn minn er í Dallas sem er enn meiri sturlun og 12 akreinar er bara norm. allir þarna vita að þetta er hugsun sem virkar ekki, verður bara vítahringur og eru að reyna að breyta þessu
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) 6 August 2019
Einn Twitter-notandinn svarar Simma og segir pælinguna hans slappa.
Ætli þessu hreindýri sem er að fara yfir götuna sé ekkert heitt í svörtum fötum á svona góðum degi? pic.twitter.com/DW8QS4QWqt
— Árni Magnússon (@arni_magg) 6 August 2019
Simmi svarar því með færslu sem hefur verið mikið gagnrýnd, þar sem hann bendir á að „hreindýrið“ sé kona með barnavagn.
Þetta er kona með barnavagn. Hún ætti auðvitað að ganga yfir eða undir þessa götu, ekki að stoppa umferð og með því auka útblástur kyrrstæðra bíla. En auðvitað er allt sem ég segi um þessi gölnu gatnamál í Reykjavík slitið úr samhengi. haha.
— Simmi Vil (@simmivil) 6 August 2019
Þessari færslu Sigmars var svo sannarlega svarað, en hún var meðal annars kölluð heimskuleg.
a) Hvernig sérðu að þetta sé kona?
b) Meint kona er ekki að stoppa umferð, hún er hluti af henni. Gangandi og hjólandi fólk er hluti af umferð sem þarf að ganga upp í samspili
c) Stigar/rampar eru erfiðir með barnavagn
d) Þetta er allt heimskulegt án þess að slitið sé úr samhengi— Haukur Bragason (@HaukurBragason) August 7, 2019
Er gangandi vegfarendi ekki partur af umferð? Hún er ekki að stoppa umferð. Akandi vegfarendur eru ekki mikilvægari. En ég sé sammála með brú eða göng, reyndar eru göng þarna nálægt en óhentug barnavagni.
— Lilja? (@smjorfluga) August 7, 2019
Þú lætur eins og þessi örfáu gatnamót séu einhver verulegur partur af bílaútblæstri reykvíkinga.
Ekki trúir þú því í alvörunni?— Sveinbjörn (@sveinbjornp) August 7, 2019