fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Sigríður nýtti sér fjárfestingaleiðina þvert á reglur Seðlabankans

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 31. júlí 2019 11:16

Sigríður Benediktsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur og kennari við Yale háskólann, sem skipuð var framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands 1. janúar 2012, nýtti sér fjárfestingaleið Seðlabankans átta dögum eftir að reglur tóku gildi sem bönnuðu tilteknum starfsmönnum Seðlabankans að nýta sér leiðina.

Þetta segir hún við Viðskiptamoggann í dag:

„Ég get staðfest að ég nýtti, ásamt eiginmanni mínum, fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands þann 15. febrúar 2012. Það var hins vegar áður en ég kom til starfa í bankanum. Það gerði ég ekki fyrr en 20. apríl þetta sama ár og tók þá við öllum verkefnum framkvæmdastjóra fjármálastöðugleikasviðs.“

Sigríður var skipuð formaður hæfisnefndar fyrir skipan nýs seðlabankastjóra í vor, en kvartað var yfir skipan hennar, þar sem hún ætti sæti í bankaráði Landsbankans, stærsta viðskiptavinar Seðlabanka Íslands.

Bannið náði yfir stöðu Sigríðar

Sigríður flutti ásamt eiginmanni sínum um 15 þúsund evrur til landsins á grundvelli reglna sem heimiluðu fólki að flytja gjaldeyri til landsins og kaupa krónur á verulegum afslætti, svonefnd fjárfestingaleið. Hinn 7. apríl hafði Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, hinsvegar sett reglur sem bönnuðu tilteknum starfsmönnum seðlabankans, sem og mökum þeirra og börnum,  að nýta sér þessa leið. Náði það bann einnig yfir stöðu Sigríðar, þó svo hún hafi ekki hafið störf fyrr en eftir að bannið tók gildi.

Fjármagnið erlendis frá

„Þetta voru sannarlega launatekjur mínar og eiginmanns míns enda höfðum við búið erlendis frá því sumarið 1998,“

segir Sigríður og nefnir að tekjur hennar vegna kennslu við HR og störf í þágu rannsóknarnefndar Alþingis, hafi ekki verið fluttar úr landi:

 „Þá finnst mér einnig mikilvægt að komi fram að við seldum heimili okkar í Bandaríkjunum sumarið 2013 og fluttum þá peninga heim með samþykki regluvarðar Seðlabanka Íslands gegnum innlendan gjaldeyrismarkað í fullu samræmi við reglur bankans. Þeir fjármunir og þeir sem við fluttum inn í febrúar 2012 eru enn uppistaðan í eigin fé í heimili fjölskyldunnar á Íslandi.“

 

Seðlabankinn neitaði að upplýsa Viðskiptamoggann um málið og ber við ákvæðum laga um þagnarskyldu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“