fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Gunnar Smári: „Kannski ættum við að hætta að kjósa fólk sem hefur selt sál sína fyrir fram“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 30. júlí 2019 09:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt er við Sigurð Inga Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra í Fréttablaðinu í dag í tilefni af könnun blaðsins sem leiðir í ljós að meirihluti landsmanna er hlynntur því að setja jarðakaupum erlendra aðila þrengri skorður.

„Þessar niðurstöður koma mér ekkert á óvart eftir umræðuna og þau samtöl sem ég hef átt við fjölmarga aðila um allt land á liðnum mánuðum, misserum og jafnvel árum. Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þurfum að vera skýrari og ganga lengra en við hefðum kannski gert bara fyrir sex árum. Við þurfum að setja skýr viðmið um hvað okkur finnst eðlilegt og hvað ekki.“

segir Sigurður Ingi.

Hafi ekkert gert

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, gagnrýnir Sigurð Inga harðlega fyrir orð sín, þar sem það hafi verið Framsóknarflokkurinn sem hafi opnað fyrir þennan möguleika fyrir jarðakaup og Sigurður Ingi hafi ekkert gert til að sporna við þeirri þróun sem hafi átt sér stað undanfarin ár:

„Sorglegur lestur. Formaður Framsóknarflokksins, ráðherra rúm fimm ár af síðustu sex árum, þar af forsætisráðherra um tíma, lýsir því hversu mikið hann hafi verið á móti uppkaupum auðkýfinga á bújörðum, sem ráðherra Framsóknarflokksins opnaði fyrir 2004, hversu vel hann viti af megnri andstöðu þjóðarinnar gegn þessum jarðakaupum og svo hvað hann hefur gert: Ekki neitt, núll.“

Gunnar Smári bætir við að Sigurður Ingi ætli ekki að gera sömu mistökin í jarðakaupum og í orkupakkanum; að gefa Miðflokknum frítt spil:

 „Hann stígur því fram sem gagnrýnandi úr stjórnarandstöðu, vonar að fólk gleymi því að hann og hans flokkur hefur verið gerandi í málinu.“

Svissneski auðkýfingurinn Ólafur

Þá segir Gunnar einnig:

„Þetta er ekki bara sorglegt vegna þess að stjórnmálamönnum virðist ófært að framkvæma neitt sem fellur að vilja megin þorra fólks heldur upplifa þessir fulltrúar okkar sig sem valdalausa vesalinga innan veraldar sem tilheyrir einhverjum allt öðrum, og þá líklega auðkýfingunum. Kannski ættum við að hætta að kjósa fólk sem hefur selt sál sína fyrir fram. Einn helsti jarðakaupandi á Íslandi, svissneski auðkýfingurinn Ólafur Ólafsson, gaf Framsóknarflokknum hús undir höfuðstöðvar sínar.“

Þarna vísar Gunnar Smári til hússins við Hverfisgötu 33, sem nú er til sölu, en eignarhaldsfélagið Ker hf. þá í eigu Ólafs, afsalaði sér því til Framsóknarflokksins árið 1998, en húsið var áður í eigu Olíufélagsins hf. (Esso) sem síðar varð Ker og enn síðar N1.

Eignarskiptin hafa verið gerð tortryggileg, þar sem þau hafi gengið í gegn þegar verið var að selja VÍS og Búnaðarbankann, sem Ólafur kom að í gegnum S-hópinn, en þá sat Framsóknarflokkurinn í ríkisstjórn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“