Kylfingurinn lagðist undir hnífinn á dögunum – Óvíst hvenær hann spilar að nýju
Tiger Woods, einn þekktasti kylfingur heims, var handtekinn í Flórída fyrir ölvunarakstur. Samkvæmt frétt Daily Mail var Tiger færður á nærliggjandi lögreglustöð kl.7.18 á mánudagsmorgun. Honum var sleppt úr haldi rúmum þremur klukkustundum síðar.
Fram kemur í fréttinni að hann eigi yfir höfði sér ákæru vegna málsins.
Þetta er í annað skipti sem Tiger verður uppvís að því keyra undir áhrifum áfengis. Í miðju fjölmiðlafárinu sem myndaðist eftir að upp komst að hann hafði haldið framhjá þáverandi eiginkonu sinni, Elin Nordegren, þá lenti kylfingurinn í árekstri við brunahana. Hann var hinsvegar ekki ákærður fyrir þann gjörning.
Tiger Woods undirgekkst nýlega sína fjórðu skurðaðgerð á baki og er í endurhæfingarferli. Hann hefur ekki leikið golf síðan hann þurfti að hætta keppni á móti í Dubai í febrúar.