fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Sigur einlægninnar

Langbesta lagið vann í Eurovision

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2017 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau okkar sem gáfust upp á Eurovision fyrir allmörgum árum hljóta nú að endurskoða afstöðu sína eftir sigur Portúgalans Salvador Sobral í keppninni. Þetta var frammistaða sem skar sig úr vegna einfaldleika og einlægni. Meðan flestir aðrir keppendur lögðu áherslu á glamúr og glimmer og „líflega“ sviðsframkomu stóð Salvador einn á sviðinu í látlausum klæðnaði og söng einfalt en grípandi lag af gríðarlegri innlifun. Hann var hann sjálfur, var ekki að þykjast vera neitt annað, og heillaði heimsbyggðina.

Í keppni eins og þessari reyna keppendur af öllum mætti að vera öðruvísi, en það er eins og þeir fái allir sömu hugmyndina og fyrir vikið eru þeir ansi svipaðir. Lögin eru svo yfirleitt hvert öðru lík og renna saman svo það er nánast ómögulegt að muna eftir nokkru þeirra þegar keppninni er lokið.

Ítalir mættu með górillu á svið (sagt var að það ætti að minna okkur á að við værum öll apar) sem átti víst að vera frumlegt en varð einungis kjánalegt. Jóðlað var í einu lagi, sem átti sennilega líka að vera frumlegt en hljómaði beinlínis vandræðalega. Yfirborðsmennskan í Eurovison, sem heillar að vísu marga, er stundum æpandi. Það var því nánast eins og stílbrot þegar Salvador Sobral steig á svið og söng einfalt en melódískt lag, eftir systur sína, á portúgölsku. Þetta var eina ekta atriðið í Eurovision. Það var síðan endurtekið þegar Salvador flutti sigurlagið með systurinni á afar áhrifamikinn hátt.

Salvador sagði sigur sinn vera sigur tónlistarinnar og það má til sanns vegar færa. Tónlist á að vekja tilfinningar og það tókst í þessu fallega sigurlagi. Nú má búast við því að næsta ár leggi fjölmargir keppendur upp úr einfaldleika og hugi betur að textagerð en áður. Ekki er víst að þeim takist jafn vel upp og Salvador, en það má alltaf reyna. Víst er að við sem höfum ekki haft gaman af Eurovision hin síðari ár erum aðeins kátari nú en áður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna