fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Rosalegustu breytingarnar í The Biggest Loser

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 29. júlí 2019 14:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er þekkt fyrirbæri að fólk gjörbreytist í The Biggest Loser. Það léttist gríðarlega mikið á gríðarlega stuttum tíma.

Það er von á nýrri þáttaröð í Bandaríkjunum á næsta ári og tók þess vegna Women‘s Health Magazine saman stærstu breytingarnar. Hér að neðan má sjá nokkra keppendur sem breyttust alveg svakalega í Biggest Loser.

Rachel Frederickson

Rachel var 118 kíló þegar hún byrjaði í þáttunum. Hún gerði það skýrt frá upphafi að hún ætlaði að gefa sig alla í þetta og breyta lífi sínu, sem hún gerði.

Áhorfendur voru í sjokki í lokaþættinum þegar það kom í ljós að Rachel hafði misst um 47 kíló. Hún hafði misst 60 prósent af líkamsþyngd sinni. Fólk hafði áhyggjur að það væri of mikið. Rachel sagðist vera „mjög stolt af því hvernig ég léttist.“

Allen Smith

Allen var 147 kíló. Þyngd hans var að hamla starfi hans sem slökkviliðsmaður og þess vegna fór hann í Biggest Loser.

Allen vann ekki áttundu þáttaröðina en hann missti 52 kíló.

Rebecca Meyer

Rebecca var rúmlega 126 kíló þegar hún fyrst steig á vigtina í Biggest Loser.

Rebecca var send heim eftir nokkra þætti en henni tókst að missa 63 kíló og vann verðlaun fyrir að hafa misst mest af þeim keppendum sem voru sendir heim.

Bill Germanakos

Bill var 151,5 kíló og keppti í þáttunum ásamt tvíburabróður sínum. Hann vann fjórðu þáttaröðina.

Bill missti 74 kíló og hann sagði að vera í kringum fjölskyldu sína og börn hjálpaði að hvetja hann áfram.

Michelle Aguilar

Michelle var 110 kíló í upphafi sjöttu seríu. Hún hafði áhyggjur af því að þyngd hennar væri að hindra hana í lífinu. Michelle keppti í þáttunum ásamt móður sinni.

Michelle missti 50 kíló og sigraði sjöttu seríu. Hún sagði við Access Hollywood að hún hafði eytt „klukkustund, eftir klukkustund, eftir klukkustund“ í ræktinni að létta sig.

Olivia Ward

Olivia keppti ásamt systur sinni í Biggest Loser og var 118 kíló.

Hún vann þáttaröðina og missti 58 kíló.

Hannah Curlee

Er yngri systur Olivu. Hún var 112 kíló í upphafi þáttanna.

Hannah komst í lokaþáttinn en systir hennar bar sigur úr býtum. Hún missti 54 kíló og

Danny Cahill

Danny var 195 kíló þegar hann byrjaði í áttundu seríu Biggest Loser. Hann sagðist vilja grenna sig svo hann gæti verið heilbrigður fyrir eiginkonu sína og börn.

Danny tókst að missa 108 kíló, næstum 56 prósent af líkamsþyngd sinni.

Hér getur þú séð fleiri breytingar Biggest Loser þátttakanda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Óánægja á tónleikum IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

Óánægja á tónleikum IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Leit að Áslaugu hætt að sinni

Leit að Áslaugu hætt að sinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Jólaplata að koma úr óvæntri átt – Fáir vissu að hann væri að gefa út tónlist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.