fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Karl skrifar bók um Hannes Hólmstein: „Portrett af áróðursmanni“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 12:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Th. Birgisson, ritstjóri Herðubreiðar, hyggst gefa út bók um Hannes Hólmstein Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, á haustmánuðum. Mun hún heita „Hannes – portrett af áróðursmanni.“

Þetta kemur fram á vefsíðu Herðubreiðar:

„Ég hef verið mjög hvattur til þess að skrifa um valdaskeið Sjálfstæðisflokksins á tíunda áratugnum og langt fram á þessa öld, einkum eftir að ég gaf út Hina ósnertanlegu og skrifaði greinar í Stundina um svipað efni. Mér þótti það of yfirgripsmikið viðfangs, svo að hugmyndin kviknaði um að fókusera á eina mest áberandi persónuna í þeirri sögu, en hafa sem bakgrunn árin sem Sjálfstæðisflokkurinn umgekkst ríkisvaldið eins og það væri prívateign hans. Þannig varð þessi bók til,“

segir Karl og nefnir að bókin verði gefin út í takmörkuðu upplagi.

Hannes ekki með í ráðum

Karl segist ekki hafa viljað hafa Hannes með í ráðum við gerð bókarinnar, enda ekki um hefðbundna ævisögu að ræða:

„Ég komst mjög fljótlega að þeirri niðurstöðu að það væri ekki endilega gagnlegt. Bókin er byggð á opinberum heimildum og fjölda samtala við samferðamenn. Bókin er vonandi hlutlæg, en ég dreg samt ályktanir af fyrirliggjandi staðreyndum og gögnum. Markmiðið er alltaf að frásögnin sé bæði heiðarleg og sanngjörn. En hugsanlega líka lipur aflestrar. Þetta er ekki ævisaga, heldur blaðamennskubók eins og tíðkast víða, ekki síst í Bandaríkjunum. Nokkuð viðamikið portrett, um 300 síður, og má ekki minna vera þegar svo mikilvæg persóna á í hlut.“

Óhætt er að fullyrða að andað hafi köldu á milli Karls og Hannesar í langan tíma, þar sem ólíkar stjórnmálaskoðanir hafa orðið til litskrúðugra skoðanaskipta þeirra, til dæmis á netinu. Hannes hefur verið einn helsti boðberi frjálshyggju hér á landi og sagður helsti „hugmyndafræðingur“ Sjálfstæðisflokksins á valdatíma Davíðs Oddssonar, en Karl er jafnaðarmaður og var á tímabili framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.

Spannar langa sögu

Karl nefnir að af miklu hafi verið að taka varðandi efni, en nefnir sérstaklega að hann hafi ekki áhuga á einkalífi Hannesar, þó svo einn kaflinn fjalli um vændissíðu í Brasilíu:

„Við byrjum á því þegar Sjálfstæðisflokkurinn bjó til stöðu fyrir Hannes í háskólanum, í óþökk skólans sjálfs, sem þýddi eiginlega 30 ára stríð innan félagsvísindadeildar. Svo eru þarna einhverjir ritþjófnaðir, meiðyrðamál, sagan af nokkrum uppáhaldsóvinum Hannesar, menningarbyltingin, þar sem Ríkisútvarpinu, Kvikmyndasjóði og fleiri stofnunum var óspart beitt í þágu vina og vandamanna, og svo mætti áfram telja. Í einum kafla er lýst frekar sérkennilegu máli um vændissíðu í Brasilíu. Það varð opinbert mál, en að öðru leyti hef ég engan áhuga á einkalífi Hannesar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?