fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Fleiri dauðsföll af völdum flugslysa en bílslysa á Íslandi

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 29. júlí 2019 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alls hafa fjórir látist í flugslysum hér á landi það sem af er ári. Rannsóknarnefnd samgönguslysa er með alls 33 mál til skoðunar á flugsviði, en 31 þeirra hafa komið til á þessu ári. Af þeim eru 13 ennþá opin.

Rætt er við Ragnar Guðmundsson, rannsakanda hjá nefndinni í Morgunblaðinu í dag:

„Það hafa orðið óvenjumörg flugslys á skömmum tíma. Það er búið að vera mun meira að gera undanfarið í slysa- og atvikarannsóknum en vant er,“

segir Ragnar. Hann vill ekki tjá sig um hvort hægt sé að fullyrða um ástæður þessa auknu tíðni slysa, né hvort auka þurfi mannafla í rannsóknarnefndinni til að bregðast við auknu álagi.

Þrír létu lífið í flugslysi fyrr í sumar í Múlakoti við Fljótshlíð, og einn lét lífið um helgina á Haukadalsflugvelli. Er þetta mannskæðasta árið hvað flugslys varðar frá árinu 2000, þegar alls sex manns létu lífið í einu banaslysi í Skerjafirði.

Það sem af er ári hafa þrír látist í bílslysum hér á landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar

Kristrún Frostadóttir: Atburðir úti í heimi hafa áhrif á ESB ferlið á Íslandi – geta breytt valmöguleikum okkar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla búin að senda Trump heillaóskir

Halla búin að senda Trump heillaóskir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona

Haraldur Ólafsson skrifar: Nei, Thomas, þetta er ekki svona
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar

Kristrún Frostadóttir: Dagur getur blómstrað í þingflokki Samfylkingarinnar