fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Fókus

Sigurjón um bróðurmissinn: Eins og að missa hluta af sjálfum sér

Karl J. Sighvatsson lést af slysförum árið 1991 – Var afkastamikill tónlistarmaður og með snilligáfu að sögn bróður hans

Auður Ösp
Fimmtudaginn 11. maí 2017 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var mikið áfall. Mjög mikið,“ segir Sigurjón Sighvatsson einn af umsvifamestu kvikmyndaframleiðendum Íslands. Sigurjón hefur notið mikillar velgengi í starfi undanfarna áratugi og komið að gerða fjölda stórra Hollywood kvikmynda. Hann hefur þó sloppið við áföll í einkalífinu en hann gekk í gegnum gríðarlega erfiðan tíma árið 1991 þegar eldri bróðir hans, Karl J. Sighvatsson tónlistarmaður lést af slysförum.

Það var árið 1991 sem að Karl lét lífið í hörmulegu slysi á Hellisheiði, en hann var aðeins rúmlega fertugur að aldri. Karl er einn þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og lék með fjölda hljómsveita á sjöunda og áttunda áratugnum, þar á meðal Tónum, Dátum, Flowers og Trúbrot. Í viðtali við sjónvarpsþáttinn Mannamál sem sýndur er á Hringbraut í kvöld rifjar Sigurjón meðal annars upp þá stund þegar hann fékk fréttirnar af andláti Karls „Kalla“ bróður síns.

„Ég man alveg eftir því. Maður bara trúði því ekki. Það var nágranni sem þurfti að hringja í mig af því að við vorum erlendis. Það var mjög þungbært. Eins og ég segi, ég bara hreinilega trúði þessu ekki,“ segir Sigurjón. Hann líkir bróðurmissinum við það að missa hluta af sjálfum sér. Stutt var á milli þeirra bræðra í aldri og sambandið á milli þeirra var náið.

„Það var alltaf svolítil spenna á milli okkar bræðranna, við vorum bara með þannig persónuleika, við báðir. En við vorum engu að síður mjög nánir, sérstalega í seinni tíð. Hann var í Boston að læra og ég var í LA að læra. Þannig að við vorum alltaf í miklu sambandi.“

Hann segir bróður sinn hafa búið yfir snilligáfu. „Það fólk hefur náttúrulega ýmsa aðra djöfla að draga.Það var náttúrlega alveg ljóst með Kalla frá byrjun. Það voru erfiðleikar, alveg sfrá því hann var 12, 14 ára. Skapgerðarbrestir, og þeir gengu upp og niður alla hans ævi.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=jFVZchc5PPQ&w=600&h=550]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“

50 stærstu stjörnur YouTube berjast um 1 milljón dala -„Þú ert vondur maður, herra Beast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri

Shannon Doherty látin aðeins 53 ára að aldri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli

Nadine ekkert sérstaklega sátt við eiginmanninn sem gleymdi hvenær hún á afmæli
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum

Harry og Meghan fá á baukinn fyrir nýja ,,áhugamálið“ í Bandaríkjunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“

„Ég vissi alltaf að þetta væri ekki eðlilegt, það væri eitthvað að“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“

Jóhannes Þór fékk stórskrýtna sendingu frá Reykjavíkurflugvelli – „Hvar fær maður svona“