fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

BAFTA til Hamingjudalsins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku sjónvarpsverðlaunin, BAFTA, voru afhent síðastliðið sunnudagskvöld. Hamingjudalur var valinn besti dramaþátturinn og aðalleikkonan Sarah Lancashire var valin besta leikkonan. Þættirnir voru sýndir á RÚV á sínum tíma. Undir lok þakkarræðu sinnar beindi Lancashire orðum sínum til Claire Foy, sem tilnefnd var fyrir túlkun sína á Elísabetu II í The Crown, og sagði frammistöðu hennar í þáttunum hafa séð sér fyrir ánægjulegum sjónvarpskvöldum. Foy var greinilega snortin vegna þessara lofsyrða í sinn garð. Fyrirfram hafði verið reiknað með að The Crown yrði sigurvegari kvöldsins en svo varð ekki.

The People vs. O.J. Simpson var besta erlenda sjónvarpsserían og Coba Gooding Jr. var á staðnum og tók við þeim verðlaunum. Tom Hollander var valinn besti leikarinn í aukahlutverki fyrir leik sinn í Næturverðinum og var afar vel fagnað. Næturvörðurinn fékk einungis þessa einu tilnefningu til verðlaunanna og var það nokkuð gagnrýnt, en alls hafa þessir mögnuðu þættir hlotið fjörtíu og fimm tilnefningar til ýmiss konar verðlauna og þar af unnið fjórtán. Einnig hefur það verið gagnrýnt að Hvarfið II fékk ekki tilnefningar til BAFTA-verðlauna.

Kosið var um besta atriðið í sjónvarpi og fyrir valinu varð grimmileg árás snáka á eðlu út þáttunum Planet Earth, en þeir sem sáu þá þætti á RÚV geta vottað að það atriði var eins og úr bestu spennumynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi