fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Segir mýturnar um Hvalárvirkjun hraktar: „„Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 26. júlí 2019 18:45

Horft til norðvesturs að Strandarfjöllum. Ósar Hvalár eru í hægri jaðri myndarinnar. Mynd-Verkís

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Formaður bæjarráðs Ísafjarðar, Hafdís Gunnarsdóttir, skrifar grein í bb.is í dag um þau jákvæðu áhrif sem Hvalárvirkjun mun hafa í för með sér, en framkvæmdir eru hafnar við vegakafla í Ófeigsfirði, sem er forsenda frekari framkvæmda. Segir hún Hvalárvirkjun lykilatriði í uppbyggingu raforkukerfis á Vestfjörðum:

„Þetta er ekki mín skoðun byggð á tilfinningum, heldur grjóthörð staðreynd fengin úr nýlegri skýrslu Landsnets, Tengipunktur við Ísafjarðardjúp og tenging Hvalár. Hér ríkir tjáningarfrelsi, sem betur fer og því hafa margir tjáð sig um Hvalárvirkjun. En í lok dags eru það staðreyndir í málinu sem ég kýs að taka mark á. Af umræðunni að dæma skipta þær suma engu máli sem gerir það að verkum að erfitt er að ræða málið af einhverri skynsemi.“

Hluti af rammaáætlun eða ekki

Helga nefnir réttilega að virkjunin hafi verið í rammaáætlun yfirvalda og því sé ólíðandi að ítrekað sé tafið fyrir framkvæmdum:

„Hún komst í gegnum það nálarauga sem rammaáætlun er og hefur þurft að fara í gegnum ótrúlegustu hindranir. Ítrekað. Svo oft að verkefnið kemst varla áfram. Við erum því á krossgötum. Annaðhvort fær verkefnið að komast af stað eða viðurkenna verður að rammaáætlun er ónýt. Gleymum því ekki að rammaáætlun var mikill sigur fyrir umhverfið og átti að vera verkfæri til að greiða úr ágreiningi um hvað skyldi nýta og hvað vernda. Í staðinn hefur hún þau áhrif að ekkert gerist. Hvert skref er ítrekað kært af sömu aðilunum. Virkjun Hvalár á að fá að hefjast sem allra fyrst, annars verður ríkið að viðurkenna gagnsleysi rammaáætlunar og skerast í leikinn.“

Spornað gegn orkuskorti

Helga nefnir einnig þá umræðu sem hafi skapast um væntanlegan orkuskort hér á landi af landsneti og RARIK, og að Hvalárvirkjun sé hluti af lausninni:

„Rafmagnstruflanirnar hafa kostað fyrirtækin á svæðinu háar upphæðir því þær valda skemmdum á tækjabúnaði og vinnutapi. Hvalárvirkjun er eina raunhæfa lausnin á þessu vandamáli. Það er staðreynd.“

Helga segi að staðreyndir málsins kveði orðræðu andstæðinga virkjunarinnar í kútinn:

„Andstæðingar umhverfisvænnar orkuframleiðslu með Hvalárvirkjun halda því fram að orkan úr Hvalá muni ekkert nýtast Vestfirðingum. Þetta heyrum við Vestfirðingar oft og er þessi yfirlætislega fullyrðing orðin ansi þreytt, enda ósönn. Í skýrslu Landsnets um tengingu Hvalár kemur það skýrt fram að Hvalárvirkjun mun hafa jákvæð áhrif á afhendingaröryggið um alla Vestfirði. Hefur til að mynda fyrirhuguð Kalkþörungaverksmiðja í Súðavík undirritað viljayfirlýsingu um kaup á allt að átta megavöttum af raforku af Vesturverki. Staðreyndirnar gerast ekki skýrari eða sannari.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“