Fólk á það til að nota orð eins og þunglyndi og athyglisbrestur á rangan hátt. Ef þú átt stundum erfitt með að einbeita þér, sérstaklega ef þú ert að gera eitthvað mjög leiðinlegt, þýðir það ekki endilega að þú sért með athyglisbrest.
Til þess að greina á milli þess sem fólk segir um andleg veikindi og hvernig andleg veikindi eru í raun og veru þá hefur Annie Erskine búið til þessar myndasögur hér fyrir neðan. Annie vann myndasögurnar í samstarfi við College Humor.