Jón Gunnar Geirdal, eigandi Ysland og einn eigenda Lemon og Blackbox, og kærasta hans, Fjóla Katrín Steinsdóttir, sálfræðingur hjá Sálfræðiráðgjöfinni og geðsviði LSH, eru trúlofuð.
Parið birti hringamynd á samfélagsmiðlum með orðunum „Við ætlum að halda áfram að fagna lífinu og ástinni á næsta ári.“
Þau eignuðust annan son sinn núna í júlí, en fyrir eiga þau fjögurra ára son og Jón Gunnar son og dóttur úr fyrra sambandi.