fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Varaðu þig á manneskju sem stendur þér nærri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Sunnudaginn 28. júlí 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá vikunnar

Gildir frá 28. júlí til 3. ágúst

stjornuspa

Hrútur

21. mars–19. apríl

Þú ert svakalega dugleg/ur og finnur fyrir auknum krafti þessa vikuna. Allt í einu klárast öll hálfkláruð verk og skap þitt hefur sjaldan verið betra. Þú laðar að þér áhugaverða manneskju sem getur haft mikil áhrif á líf þitt ef þú hleypir henni að þér.

stjornuspa

Naut

20. apríl–20. maí

Þú ert mjög upptekin/n af því að hafa röð og reglu á öllu í kringum þig og fegra heimilið. Sumartiltektin gengur ofboðslega vel og þú nærð að losa þig við alls konar drasl sem hefur verið að pirra þig undanfarið – ekki aðeins heima fyrir heldur einnig á sálinni.

stjornuspa

Tvíburar

21. maí–21. júní

Þú hefur verið að sökkva þér í vinnu síðustu vikur en nú verður breyting á. Það eru hins vegar vandamál heima fyrir sem þú gætir verið að gera miklu stærri en þau eru í raun og veru. Ekki halda alltaf það versta um allt og alla.

stjornuspa

Krabbi

22. júní–22. júlí

Þú skalt hamra járnið á meðan það er heitt í hvers kyns viðskiptatækifærum sem gefast. Það gæti gefið mjög vel í aðra hönd og þú uppgötvar algjörlega nýjan starfsvettvang sem gæti orðið gjöfull til framtíðar.

stjornuspa

Ljón

23. júlí–22. ágúst

Þú hefur haldið þig til hlés undanfarið en nú er breyting á. Það eru alls kyns skemmtilegar skemmtanir framundan og lífið leikur við þig. Þú skalt samt vara þig á manneskju sem stendur þér mjög nærri. Hún er ekki öll þar sem hún er séð.

stjornuspa

Meyja

23. ágúst–22 .sept

Þú hefur tekið mjög erfiðar ákvarðanir upp á síðkastið og það er mjög mikill léttir að hafa tekist á við þá erfiðleika. Nú eru bara bjartir tímar framundan, spennandi ferðalag og virkilega góður gæðatími með fjölskyldunni.

stjornuspa

Vog

23. sept–22. okt

Hverju langar þig að deila með heiminum, elsku vog? Nú er þinn tími til að láta ljós þitt skína því þú getur haft svo mikil áhrif ef þú setur þér markmið og stefnir að þeim. Það er eitthvert nettengt tækifæri handan við hornið sem gæti gert þig auðuga/n.

stjornuspa

Sporðdreki

23. okt–21. nóv

Næstu vikur verða mjög annasamar hjá þér, elsku sporðdreki. Þú ert í krefjandi verkefni sem á hug þinn allan og það má segja að þetta verkefni marki kaflaskil í þínu lífi. Keppnisskapið umlykur þig og þú getur náð svo ótrúlega langt.

stjornuspa

Bogmaður

22. nóv–21. des

Þú ert að velta fyrir þér að setjast aftur á skólabekk, jafnvel erlendis. Annaðhvort það eða að búa til námskeið um það sem þú ert best/ur í vinnulega séð. Einhleypir bogmenn hafa brynjað sig fyrir ástinni þar til núna þegar að óvæntur elskhuga bankar á dyr.

stjornuspa

Steingeit

22. des–19. janúar

Þvílíkur hiti hjá steingeitinni í þessari viku. Rómantík og kynlíf á vikuna og þér líður eins og unglingi aftur. Hjá einhleypum steingeitum er það algjörlega ókunnug manneskja sem kveikir í þessum þrám … en hún verður ekki ókunnug lengi.

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar–18. febrúar

Þér finnst eins og þú sért aðeins búin/n að missa tökin þegar kemur að ástalífinu. Hvort sem þú ert einhleyp/ur eða lofuð/aður þá ertu búin/n að gefa alltof mikið af þér til hins aðilans. Taktu skref til baka og spurðu þig einfaldlega: Er ég ekki meira virði en þetta?

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar–20. mars

Þú færð heilbrigði og hreysti á heilann og ætlar nú í eitt skipti fyrir öll að ná tökum á því. Það gengur mjög vel svo lengi sem þú setur þig í fyrsta sæti. Vittu til, allir nánir þér munu líka njóta góðs af nýja þér.

Afmælisbörn vikunnar

28. júlí – Ágústa Eva Erlendsdóttir leikkona, 37 ára
30. júlí – Tryggvi Guðmundsson knattspyrnukappi, 45 ára
31. júlí – Tinna Alavis lífsstílsgúrú, 34 ára
1. ágúst – Vernharð Þorleifsson, grínari og fasteignasali, 46 ára
2. ágúst Guðni Halldórsson kvikmyndaklippari, 45 ára
3. ágúst – Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri, 67 ára

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 klukkutímum

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að rétt ákvörðun hafi verið tekin – Margir mjög pirraðir í vikunni

Segir að rétt ákvörðun hafi verið tekin – Margir mjög pirraðir í vikunni
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni

Segist vera með fullkominn arftaka Salah – Leikur í ensku úrvalsdeildinni
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokksins

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.