Steindór Jónsson, blaðamaður á Stundinni, segir á Twitter að Helgi Sigurðsson, skopmyndateiknari Morgunblaðsins hafi náð nýjum hæðum í viðbjóði í dag. Skopmynd Helga gerir grín að transfólki og gefur í skyn að lög um kynrænt sjálfræði þýði að karlar fari að nota búningaklefa kvenna. Myndina má sjá hér fyrir neðan.
Helgi hefur ítrekað undanfarin ár verið gagnrýndur fyrir myndir sínar. Steindór telur þó að nú hafi hann gengið of langt. „Teiknari Moggans nær nýjum hæðum í viðbjóði í dag. Það er ekki gaman að dreifa hatrinu hans þannig að ég læt andlitið hans fylgja með.“
Hann deilir enn fremur spurning sem Helgi ku hafa sent á beina línu DV árið 2012, en óhætt er að segja að sú spurning sé nokkuð leiðandi. „Heldurðu að Íslendingar sem þjóð eigi eftir að lúta í lægra haldi fyrir straumi innflytjenda sem leggjast á velferðarkerfið eins og er að gerast á Norðurlöndum og víða í Evrópu,“ spurði Helgi.
Teiknari Moggans nær nýjum hæðum í viðbjóði í dag. Það er ekki gaman að dreifa hatrinu hans þannig að ég læt andlitið hans fylgja með. pic.twitter.com/u6sEgvn2Vt
— Steindor Jonsson (@steindorjonsson) July 22, 2019