fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Hreinskilinn hertogi

Ummæli Filippusar prins hafa ítrekað komist í heimsfréttir

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 11. maí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Filippus hertogi, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar, mun draga sig í hlé frá konunglegum og opinberum skyldum síðar á árinu, en hann er 96 ára. Filippus er sterkur persónuleiki með afdráttarlausar skoðanir sem hann hikar ekki við að láta í ljós. Sum ummæli hans hafa þótt óviðeigandi og óheppileg en önnur æði snjöll. Því verður ekki á móti mælt að hertoginn, sem er lítt gefinn fyrir pólitískan rétttrúnað, getur verið afar fyndinn. Hér eru rifjuð upp nokkur ummæli sem vöktu athygli.

„Þú hefur komist hjá því að verða étinn.“
Við breskan innflytjanda í Nýju-Gíneu.

„Ég sé aldrei heimilismat – það eina sem ég fæ er eitthvert fínerí.“

„Fyrir nokkrum árum voru allir að tala um það að nauðsyn væri á meiri frítíma, allir væru að vinna of mikið. Nú þegar allir hafa meiri frítíma þá er kvatað undan atvinnu leysi. Fólk virðist ekki geta gert upp við sig hvað það vill.“
Um kreppustandið árið 1981.

„Ef það rekur ekki við eða étur ekki hey þá hefur hún ekki áhuga á því.“
Um Önnu dóttur sína sem er mikill hestaunnandi.

„Þurfum við eyrnatappa?“
Þegar honum var sagt að Madonna myndi syngja titillagið í Bond-myndinni Die Another Day

Filippus við ristjóra Independent í móttöku í Windsor kastala: „Hvað ertu að gera hérna?“
Svar: „Mér var boðið, herra.“
Filippus: „Já, en þú hefðir ekki þurft að mæta.“

„Þú virðist vera tilbúinn í háttinn.“
Við forseta Nígeríu sem var í þjóðbúningi.

„Það er ánægjulegt að vera í landi þar sem þjóðin stjórnar ekki.“
Við einræðisherra Paragvæ

„Hvað með Tom Jones? Hann hefur sankað að sér milljónum og er skelfilegur söngvari.“
Í umræðum um hversu erfitt er að verða ríkur í Bretlandi.

„Ó, ert það þú sem átt þennan skelfilega bíl.“
Við Elton John þegar söngvarinn sýndi honum glæsikerru sína.

„Kettir drepa fleiri fugla en menn. Af hverju eruð þið ekki með slagorðið: „Drepið kött og bjargið fugli?“
Í samtali við fólk sem vann að því að vernda dúfur.

Flugvallarstarfsmaður: „Hvernig var flugferðin, yðar tign?“
Filipppus: „Hefur þú ferðast með flugvél?“
Flugvallarstarfsmaður: „Já.“
Filippus: „Þetta var alveg eins.“

„Ef þú verður hér mikið lengur kemurðu heim með skásett augu.“
Við breskan námsmann í Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox

Vikan á Instagram – Athyglissjúk stjörnuhjón og bótox
Fókus
Í gær

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“

Aþena Sól var frelsissvipt og pyntuð en vitnið þagði – „Ég elska að sjá þig þjást“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það

Segist vera konan sem Tommy Fury hélt framhjá með og segir þessa mynd sanna það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi

Nær óþekkjanleg Ellen DeGeneres á pöbb í Bretlandi