fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Eyjan

Kristján Þór ráðstafar 31 þúsund tonnum – Vill endurskoða núgildandi kerfi

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 19. júlí 2019 10:12

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur ráðstafað rúmlega 31 þúsund tonnum til sérstakra aðgerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu eða alls 23.316 þorskígildistonnum. Um árlega úthlutun er að ræða sem byggir á lögum um stjórn fiskveiða en samkvæmt þeim er 5,3% af heildarafla í hverri fisktegund dregið af leyfilegum heildarafla til að mæta áföllum, til stuðnings byggðalögum,  línuívilnunar, strandveiða, rækju- og skelbóta, frístundaveiðar og til annarra tímabundinna ráðstafana til að auka byggðafestu. Ráðstöfunin byggir einnig á þingsályktunartillögu nr. 38/1945 frá árinu 2016.

Stjórnvöld eru með þessari úthlutun að ráðstafa þeim aflaheimildum sem þau fara með forræði yfir. Ég er þeirrar skoðunar að þessum miklu verðmætum megi úthluta með öðrum og betri hætti en nú er gert. Því skipaði ég í maí sl. starfshóp til að endurskoða núgildandi kerfi og vænti ég þess að hópurinn ljúki störfum í nóvember. Ég bind vonir við að afrakstur þeirrar vinnu megi nýta til að úthluta þessum verðmætum með betri og markvissari hætti en nú er,“

segir Kristján Þór.

Leyfilegur heildarafli er minni en á síðasta fiskveiðiári, en fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 var úthlutunin 32.380 af tonnum upp úr sjó eða alls 25.456 þorskígildistonnum. Ástæður fyrir því eru þær að þrátt fyrir að þorskstofninn sé sterkari en á liðnu fiskveiðiári hafa margar minni tegundir lækkað. Einnig hefur það áhrif á heildarafli ýsu er 28% minni en á síðasta fiskveiðiári. Þá má geta þess að lækkun magns í línuívilnun tekur mið af nýtingu línuívilnunar á þessu fiskveiðiári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata

Svarthöfði skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn hleypur í skarð Pírata
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann

Orðið á götunni: Guðrún hefur lítinn tíma til að ná tökum á flokknum – lífsnauðsyn að skipta um þingflokksformann
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi