fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Sólrún Diego sigar lögmönnum á DV – Sjáið bréfið í heild sinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2019 11:40

Sólrún Diego kærir sig ekki um að myndefni á miðlum hennar sé notað í umfjöllun DV. Mynd: Samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti mikla athygli þegar að DV sagði frá blekkingum Sólrúnar Diego, áhugakonu um þrif, fyrr á þessu ári. Sólrún hafði auglýst vörur á samfélagsmiðlum sem unnusti hennar seldi án þess að taka fram hagsmunatengsl eða að um auglýsingu væri að ræða. Þá var einnig sett spurningarmerki við leyfi um sölu á vörunum en eftir umfjöllun DV var netverslun unnustans lokað.

Stuttu eftir umfjöllun DV barst ritstjórn bréf frá lögmannsstofunni LOGOS þar sem DV er bannað að birta myndefni af samfélagsmiðlum Sólrúnar, hvort sem það væru skjáskot eða tengill á myndir. Jafnframt var leyfi á notkun mynda úr fortíðinni afturkallað. Í bréfinu er til að mynda lagt að jöfnu að myndefni af samfélagsmiðlum Sólrúnar hafi verið notað í hagnaðarskyni á miðlum Frjálsrar fjölmiðlunar, sem á og rekur DV, dv.is, Bleikt, Pressuna, Eyjuna og 433.

„Birting á myndefni umbjóðanda okkar er liður í því að auka sölu dagblaðsins og fá fleiri heimsóknir inn á vefsíðu blaðsins sem skilar sér í auknum auglýsingatekjum,“ stendur í bréfinu og bætt við að verði þessi krafa ekki virt geti það haft afleiðingar í för með sér.

„Verði DV ekki við kröfu umbjóðanda okkar, mun hún ekki sjá sér annað fært en að höfða mál á hendur Frjálsri fjölmiðlun ehf. til heimtu skaða- og miskabóta auk refsingar. Áskilur umbjóðandi okkar sér allan rétt til þess að koma að nýjum málsástæðum og breyta kröfu sinni eftir því sem tilefni gefst til,“ stendur í niðurlagi bréfsins.

Vísar stofan í höfundalög sem voru síðast uppfærð árið 2016. Ljóst er að lögin eru úrelt, enda ekki einu orði minnst á samfélagsmiðla.

Hér fyrir neðan má sjá umrætt bréf sem barst ritstjórn DV. Hægt er að smella á bréfið og stækka. Ritstjórn DV vill enn fremur árétta að farið hafi verið eftir banninu á þá leið að myndefni af miðlum Sólrúnar, eða aðrar myndir sem hún hefur nýtt sér í kynningarskyni, hafa ekki verið notaðar á miðlum Frjálsrar fjölmiðlunar síðan að bréfið barst. Hins vegar hefur verið fjallað um Sólrúnu og verður því haldið áfram ef tilefni er til.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“