fbpx
Þriðjudagur 03.desember 2024
Matur

Salatið sem gerir það auðvelt að vera ketó

Fókus
Þriðjudaginn 16. júlí 2019 12:00

Algjört lostæti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir á hinu svokallaða ketó mataræði. Það vill hins vegar oft gerast þegar að fólk tileinkar sér nýjar venjur að matseðillinn verður heldur einhæfur. Þetta ketó salat er því æðislegt uppbrot á hefðbundnum ketó matseðli, en uppskriftin er fengin af síðunni Delish.

Ketó salat

Hráefni:

3 brokkolíhausar, skornir í litla bita
2 gulrætur, rifnar
½ rauðlaukur, þunnt skorinn
½ bolli þurrkuð trönuber
½ bolli möndlur, saxaðar
6 beikonsneiðar, eldaðar og muldar
salt og pipar
½ bolli mæjónes
3 msk. eplaedik

Aðferð:

Setjið fjóra bolla af vatni í pott og náið upp suðu. Saltið vatnið. Setjið vatn með ísmolum í stóra skál. Setjið brokkolí í sjóðandi vatnið og sjóðið í 1 til 2 mínútur. Takið úr pottinum og setjið í ísvatnið. Þegar að brokkolíið hefur kólnað er vatninu hellt af því. Blandið brokkolí, gulrótum, rauðlauk, trönuberjum, möndlum og beikoni saman í skál. Blandið mæjónesi og ediki saman í lítilli skál og saltið og piprið. Hellið mæjónesblöndunni yfir salatið og blandið vel saman. Njótið!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum