Landlæknisembættið hefur sent bréf til allra ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi, þar sem þeim er gert að hafa samband við alla ferðamenn sem hafa komið til landsins á síðustu 8 vikum, og gera þeim viðvart um E.coli sýkinguna sem kom upp í Efstadal ll. Nú þegar leikur grunur á að eitt bandarískt barn hafi smitast.
Í bréfi Landlæknis segir að þeir sem hafi heimsótt Efstadal á tímabilinu 10. júní til 4. júlí, og hafi fengið niðurgang innan 10 daga frá heimsókninni, ættu að fara tafarlaust til læknis. Þetta gildi sérstaklega um börn. Hafi einkennin hins vegar horfið, þá sé ekki þörf á að leita læknis.
Sérstaklega er bent á mögulegar smitleiðir og fólk hvatt til að gæta ítrasta hreinlætis.