fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025

Rasistafroskur jarðaður á táknrænan hátt

Skapari Pepe kveður froskinn í nýrri myndasögu

Kristján Guðjónsson
Miðvikudaginn 10. maí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teiknimyndasagnasmiðurinn Matt Furie jarðaði sköpunarverk sitt, froskinn Pepe, á táknrænan hátt í nýrri myndasögu á dögunum til að mótmæla notkun nýnasista á persónunni.

Froskurinn Pepe birtist upphaflega um miðjan síðasta áratug sem persóna í myndasögunum Boy‘s Club eftir Furie. Á næstu árum dreifðist andlit frosksins um netið í fjölbreyttum myndskrýtlum og varð hann fljótlega að vinsælu „internet-memi“.

Að undanförnu hefur hann hins vegar í síauknum mæli verið notaður sem merki Alt-right nýnasistahreyfingarinnar sem vakti alþjóðlega athygli í kringum bandarísku forsetakosningarnar í fyrra. Anti-Defamation League, samtök sem berjast gegn gyðingahatri, skilgreindu froskinn í kjölfarið sem haturstákn.

Furie hefur ítrekað látið í ljós óánægju sína og fordæmt yfirtöku nýnasista á froskinum en sagði lengi vel að hann hefði enga stjórn á málinu. Hann setti þó í gang herferð með það að markmiði að bjarga froskinum frá nýnasistunum undir myllumerkinu #SavePepe – björgum Pepe.

Eftir að það gekk ekki virðist hann hafa álitið best að kveðja þetta sköpunarverk sitt á táknrænan hátt. Í myndasögu sem gefin var út í tilefni af Degi ókeypis teiknimyndasagna, Free Comic Book Day, sjást vinir Pepes úr Boy‘s Club jarða froskinn í opinni kistulagningu.

Lestu meira: Þessi froskur gæti verið nýi hakakrossinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“

Ríkharð reiður eftir laugardagskvöldið og gefst upp – „Ég hata þetta lið, þetta er ótrúlegt“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð

Staðfest fall nýliðanna hratt af stað keðjuverkun – Börsungar fá rúman milljarð
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“

Ferðamanni brugðið eftir að olíu var hellt yfir bílinn hans – „Bjóst ekki við að lenda í þessu á Íslandi“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“

Arnar fer yfir spamfærsluna sem fjölmargir eru að deila á Facebook – „Þið skiljið þennan texta ekki einu sinni sjálf“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

KR spilar áfram í Laugardalnum

KR spilar áfram í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum

Mætti ekki í viðtöl en rauf þögnina á samfélagsmiðlum