Hefur þú einhvern tíman velt því fyrir þér hvað varð um Tom Anderson eða MySpace-Tom eins og flestir þekkja hann. Tom er maðurinn á bak við samfélagsmiðillinn MySpace sem réð ríkjum á Internetinu fyrir tilkomu Facebook. Tom stofnaði MySpace 2003, sem varð síðar vinsælasti samfélagsmiðill í heimi árin 2005 til 2008.
Tom seldi MySpace árið 2005 fyrir 580 milljón Bandaríkjadali og gerði það sem margir myndu gera í hans sporum. Hann ferðast um allan heim og hefur meðal annars komið til Íslands.
Tom uppgötvaði ástríðu sína fyrir ljósmyndun árið 2011 og ferðast nú um heiminn í leit að hinni fullkomnu ljósmynd.
Hvort sem hann er að slaka á í Hong Kong, skoða fornu borgina Bagan í Myanmar eða á Íslandi að njóta fegurðar norðurljósanna, þá eru myndirnar hans stórfenglegar.
Sjáðu myndirnar hans Tom hér fyrir neðan. Þig á örugglega eftir að langa að selja samfélagsmiðilinn þinn, pakka í ferðatösku og stökkva upp í næstu flugvél.