fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fréttir

Íslendingur sagður látinn á Indlandi – UPPFÆRT

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 15:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingur fannst látinn á gistiheimili í Kullu héraði í Hmachal Pradesh í Indlandi samkvæmt lögreglu á svæðinu. Í það minnsta er það fullyrt í indverskum fjölmiðlum.

Hann sagður hafa fundist látinn á baðherbergi í Acharya Villa gistiheimilinu í Vashisht svæðinu í borginni Manali.

Indverskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu þarlendis að nákvæm orsök andlátsins sé enn ókunn. Íslendingurinn ku hafa verið á gistiheimilinu síðan þann 29. júní.

Eigandi gistiheimilisins, Ankur Acharya, lét lögregluna vita af andlátinu.

Samkvæmt upplýsingum Business Standard var hann með vegabréfsáritun sem gilti til 29. mars árið 2020.

Samkvæmt fregnum frá Indlandi hefur íslenskum yfirvöldum verið tilkynnt um andlátið en ekki náðist í upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytsins við vinnslu fréttar.

(Uppfært)

DV náði tali af Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, sem sagðist ekki getað staðfest málið að svo stöddu.

(Uppfært)

Hvorki upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins né borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafa viljað tjá sig um málið og er erfitt að henda reiður á því hvort þau hafi upplýsingarnar staðfestar eða ekki. Aðstandandi mannsins sem talinn er vera látinn segist ekki hafa fengið lát hans staðfest.

DV hefur sent fyrirspurn til Guðmundar Árna Stefánssonar, sendiherra Íslands á Indlandi, um málið. Svar hans er að hann gefur ekki upplýsingar um það.

(Uppfært)

Samkvæmt frétt á Vísir.is er lögreglu í bænum ókunnugt um dánarorsökina en ekkert bendi til að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Hann mun hafa dvalist á gistiheimilinu í tæplega tvær vikur.

Uppfært kl. 18:10:

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands á Indlandi, staðfestir að Íslendingur sé látinn á Indlandi. Hann segir jafnframt að ekkert grunsamlegt sé við lát mannsins samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?

Kærastinn að sökkva ofan í hyldýpi hægri samsæriskenninga – Spyr hvað sé til ráða?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“

Þórður segir mjög mikilvægt að íslenska þjóðin sigri áróðursstríð útgerðarinnar – „Nú þarf að anda í kviðinn“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“

Guðmundur Ingi ver framhaldsskólafrumvarpið – „Ekki stendur til að hætta að líta til námsárangurs“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona föst inni á salerni

Kona föst inni á salerni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum

Segir bæjarstjórn Seltjarnarnes verða að horfast í augu við raunveruleikann – Uppsafnaður halli 3 milljarðar og þjónusta í molum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans

Dómur fallinn yfir Hauki Ægi – Ákærður fyrir manndrápstilraun gegn sýrlenskum skutlara sem braut gegn dóttur kærustu hans