fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
FókusKynning

Mikill svefn tengist aukinni dánartíðni krabbameinssjúklinga

Ný rannsókn sýnir að konur sem sofa meira en níu klukkustundir á nóttu eru líklegri til að deyja úr krabbameini

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. apríl 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konur með brjóstakrabbamein sem sofa í það minnsta níu klukkustundir á hverri nóttu eru í aukinni hættu á að deyja en konur sem sofa einungis í átta klukkustundir, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar.

Þegar konurnar sem sofa í níu klukkustundir á nóttu voru bornar saman við þær sem sofa í átta klukkustundi kom í ljós að þær sem sofa styttra eru 46% ólíklegri til að deyja úr brjóstakrabbameini. Eftir að hafa fylgst með viðfangsefnunum í 30 ár kom einnig í ljós að þær konur sem sváfu lengur voru einni líklegri til að deyja af öðrum orsökum.

„Svefntími og breytingar á lengd svefns fyrir og eftir greiningu ásamt erfiðleikum við að sofna og slitinn svefn geta hugsanlega tengst dánartíðni hjá konum með brjóstakrabbamein,“ segir Claudia Trudel-Fitzgerald sem fer fyrir rannsóknina fyrir Harvard Háskóla.

„Þar sem mikill svefn hefur einnig verið tengdur við aukna dánartíðni hjá fólki sem hefur ekki krabbamein ásamt því að vera tengur við dánartíðni hjá sjúklingum með brjóstakrabbamein í nýlegum rannsóknum, þar með töldum okkar rannsóknu, þá er möguleiki að einnig sé samband milli svefnlengdar og lífslíkna hjá fólki með annars konar krabbamein,“ segir Trudel-Fitzgerald. „Frekari rannsókna er þó þörf.“

Rannsakendur skoðuðu gögn um svefnlengd 3682 kvenna sem greindar hafa verið með brjóstakrabbameir. Þei skoðuðu einnig svefnlengd 1949 kvenna sem ekki höfðu verið greindar með krabbamein og svefnvandamál hjá 1353 krabbameinssjúkum konum.

Konurnar voru að meðaltali 65 ára þegar þær greindust með krabbamein og flestar þeirra voru með krabbmein á fysta eða öðru stigi, það þýðir að krabbameinið hafði ekki dreifst á fleiri svæði en brjóstið og nærliggjandi eitla.
Helmingur kvennanna var enn á lífi ellefu árum eftir greiningu.

Á meðan á rannsókninni stóð létust 976 þátttakendur. Þar af létust 412 úr brjóstakrabbameini. Af þeim konum sem gögn voru til um fyrir greiningu kom í ljós að lengri svefn eftir greiningu jók líkur á dauða óháð orsök um 35% og líkur á dauða af völdum brjóstakrabbameins jukust um 29 %.

Rannsakendur komust einnig að því að konur í þeim hópi sem átti erfitt með að sofna eða haldast sofandi voru 49% líklegri til að deyja óháð orsök en konur sem áttu sjaldan eða aldrei við svefnvandamál að stríða.
Rannsakendur benda á að ekki er víst að aukin svefn sé orsök dauðfalla, það gæti einnig verið að brjóstakrabbamein leiði til aukinna svefnvandamála.

Þeir þátttakendur í rannsókninni sem sváfu í níu klukkustundir eða lengur voru einnig líklegri til að þjást af offitu og vera með krabbamein á hærra stigi en aðrir þátttakendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“