fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fyrrverandi formaður félags stúdenta við HÍ gegn ESB auglýsir nasískar skoðanir sínar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 10. júlí 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Styr Björnsson, fyrrverandi formaður Herjans, félag stúdenta gegn ESB aðild, birtir kostuð tíst á Twitter sem gefa sterklega í skyn að hann aðhyllist nasisma. Aðrir Íslendingar á forritinu vekja athygli á þessu. Eðli máls samkvæmt birtast tíst hans fyrir notendum sem fylgja honum þó ekki. Á Reddit er jafnframt vakin athygli á þessu.

Í gær deildi íslenskur en nafnlaus notandi tísti Arnars þar sem hann virðist hampa þjóðarmorði á frumbyggjum Norður-Ameríku og gefur í skyn að þeir þjóðflokkar hafi verið nær öpum en mönnum. „Ég elska að hann hafi skrifað þetta bilaða nasistakomment og hent í eitt stykki promotion,“ skrifar sá notandi.

Karl Ólafur Hallbjörnsson, pistlahöfundur Lestarinnar á Rás 1, deilir skjáskoti sem sýnir að hann hafi tilkynnt kostaða tístið og Twitter hafi ákveðið að fjarlægja það. „Elska þegar nasistarnir eru nógu heimskir til að gefa manni séns á solid reporti eins og þetta bullshit,“ skrifar Karl Ólafur.

Annað tíst Arnars virðist þó enn vera auglýst og í því er gefið í skyn að hann verði að nasista þegar hann heyrir sagt að nauðsynlegt sé að bjóða flóttafólk velkomið í Evrópu. Notandinn sem deildi skjáskoti af tísti Arnars fyrst telur mögulegt að hann sé að baki rasískra veggspjalda sem hafa sést á háskólasvæðinu undanfarin ár. „Líka bara núna veit ég hvað hann heitir, hvar hann býr og tel mig vita að hann sé sá sem er að dreifa nasistaáróðri á háskólasvæðinu t.d.,“ segir sá notandi.

Líkt og fyrr segir var Arnar formaður Herjans, félags stúdenta við HÍ gegn aðild að ESB, en það félag virðist hafa lengið nokkuð í dala undanfarin ár. Nýjasta færsla félagsins á vef Háskóla Íslands er frá árinu 2015 og var Arnar þá formaður. Hann virðist hafa útskrifast úr guðfræði við skólann árið 2017.

Ekki náðist í Arnar Styr þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“

Erna segir skilið við Miðflokkinn en hafði sóst eftir oddvitasæti – „Miðflokkurinn gekk úr mér“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“

Össur tætir Pírata í sig: „Málefnalega skipta þau ekki lengur máli“
Fréttir
Í gær

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Í gær

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“