fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fókus

Ber ekki saman um vináttuna

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpskokkarnir John Torode og Gregg Wallace eru ekki sammála um hvort þeir séu vinir. Þeir hafa verið samstarfsmenn í 12 ár í bresku þáttunum MasterChef og því mætti ætla að traust vinátta ríkti á milli þeirra en svo er þó ekki, allavega að sögn annars þeirra. Torode upplýsti á dögunum að þeir hafi aldrei heimsótt hvor annan. „Við höfum aldrei verið vinir,“ sagði hann og bætti við að þeim hefði nokkrum sinnum lent illilega saman við upptökur.

Wallace lítur samband þeirra allt öðrum augum. Hann sagði í nýlegu viðtali að samband þeirra væri mjög náið og þeir treystu hvor öðrum. Torode var svaramaður Wallace þegar hann gekk í hjónaband í fjórða sinn á síðasta ári. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu nánir við erum – hann var svaramaður minn, við vinnum náið saman sjö til átta mánuði á ári. Það sem er svo frábært við samstarfið er að ef annar okkar er niðurdreginn þá er það hinn sem hressir hann við,“ sagði Wallace. Hann sagði frá því að þegar hann tók þátt í danskeppninni Strictly Come Dancing árið 2014 hefði honum liðið illa og hringt í Torode til að segja honum frá líðan sinni. Torode mun hafa hughreyst hann.

Félögunum ber því ekki saman um hvort þeir séu vinir eða ekki. Hvað um það, þeir virka allavega vel saman á skjánum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“

„Kannski ég opni Kommaskóla fyrir lítil og stærri börn þegar ég hætti sem formaður“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“

Mættu bara með kartöflur og sítrónu á árbakkann – „Það væri gott að fá smá prótín með“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur

Leikarinn segist vera of feitur og gamall til að vera sekur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér

Diplómati er drepinn í fyrstu glæpasögu Elizu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 6 dögum

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars

Visteyri kemur prótótýpum og prufum í hringrás á HönnunarMarkaði HönnunarMars
Fókus
Fyrir 6 dögum

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?

Búinn með Adolescence? – Tókstu eftir þessu í lokaþættinum?