fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Íslendingar kaupa frekar fasteignir á Spáni en sumarhús á Íslandi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 4. júlí 2019 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist vera sem Íslendingar sem hafa fé á milli handanna sæki frekar í að kaupa fasteignir á Spáni en sumarhús á Íslandi. Þannig hafa færri sumarhús selst það sem af er sumri en gengur og gerist.

Fjallað er um þetta í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag.

„Við höfum séð að það er að verða mun algengara að fólk  fjárfesti í húsi á Spáni eða ferðavögnum fremur en í sumarhúsi í íslensku sveitinni,“ segir Jón Rafn Valdimarsson, fasteignasali hjá Mikluborg, í samtali við Viðskiptablaðið.

Hann segir að venjulega hefjist sölutímabilið upp úr páskum en Jón segir að fljótlega hafi orðið ljóst að þetta sumar yrði ekkert í líkingu við sumarið fyrir tveimur árum. Erfitt sé að taka fyrrasumar í reikninginn þar sem veðrið þá var sérstaklega leiðinlegt, einkum á suðvesturhorninu. „Við höfum klárlega fundið fyrir minni sölu,“ segir hann.

Þá er haft eftir Heimi Hafsteini Eðvarðssyni, fasteignasala hjá Fasteignalandi, að aðstæður í efnahagslínu séu helstu ástæður minnkandi sölu.

„Umræðan í þjóðfélaginu hefur klárlega haft áhrif, til dæmis sú staðreynd að ferðamönnum sem koma hingað til lands er að fækka. Þessi neikvæða umræða hefur klárlega áhrif á kaupvilja fólks og ekki aðeins á sumarhúsum heldur líka bara fasteignum yfirhöfuð.“

Bæði Jón og Heimir telja að sumarhúsamarkaðurinn taki við sér í haust. Oft sé það þannig að sterkustu mánuðirnir séu ágúst og september.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu

Kynferðisbrotamaður framseldur frá Íslandi – Dæmdur fyrir brot gegn barnungri stúlku í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi

Guðni rifjar upp samtal: „Við hlustuðum ekki frekar en fyrri daginn“ – Segir lýsingar Úlfars vera sláandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Musk er í miklum mótvindi

Musk er í miklum mótvindi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur

Rússar segjast vera að hjálpa særðum hermönnum sínum – En tilgangurinn er skelfilegur