fbpx
Þriðjudagur 22.apríl 2025
Fréttir

Íslenskri stúlku nauðgað á Krít: Samfélagið í bænum harmi slegið vegna málsins

Auður Ösp
Föstudaginn 5. júlí 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára gamalli íslenskri stúlku var nauðgað af tveimur þýskum karlmönnum í bænum Hersonissos á Krít í síðasta mánuði. Málið er til rannsóknar hjá þarlendum lögregluyfirvöldum. Samfélagið í bænum er harmi slegið vegna málsins. Árásin er sögð hafa verið afar hrottaleg.

Grískir fjölmiðlar greina frá málinu og lýsa því meðal annars sem „grimmdarverki“, „hryllingi“, „hörmung“ og „ódæðisverki“. Málið er sagt vefjast fyrir yfirvöldum og þá sé allt bæjarfélagið í áfalli vegna þess. Á vef Cretalive og Cretapost er stúlkan sögð hafa verið í „hræðilegu ástandi“.

Hersonissos Vinsæll áfangastaður á Krít.

Menntaskólanemar í útskriftarferðum

Síðustu ár hafa sífellt fleiri Íslendingar lagt leið sína til Hersonissos, sem er orðinn einn stærsti og vinsælasti ferðamannabærinn á Krítareyju. Þúsundir íslenskra menntaskólanema voru staddir í útskriftarferð í bænum í síðasta mánuði.

Fram kemur að íslenska stúlkan hafi verið í fríi á Hersonissos þann 13. júní síðastliðinn. Var hún að skemmta sér á bar í bænum og hitti þar mennina tvo frá Þýskalandi. Kemur fram að mennirnir tveir hafi einnig verið staddir í fríi á Krít. Annar þeirra er sagður vera 34 ára gamall en hinn 38 ára.

Árásin í dimmu húsasundi

Samkvæmt málsgögnum drógu mennirnir tveir stúlkuna út af barnum seinna um kvöldið. Á fréttavef Matrix kemur fram að árásin hafi átt sér stað í dimmu húsasundi og að mennirnir tveir hafi nauðgað stúlkunni „margsinnis“. Þeir flúðu því næst af vettvangi. Stúlkan komst til baka á hótelið þar sem hún dvaldi.

Stúlkan leitaði á lögreglustöð í kjölfarið og tilkynnti brotið. Er hún sögð hafa verið „í miklu áfalli“. Lögreglan er sögð hafa brugðist afar skjótt við og leiddi það til þess að mennirnir tveir fundust og voru handteknir aðeins nokkrum klukkustundum síðar. Stuttu eftir að mennirnir voru handteknir bar stúlkan kennsl á þá á lögreglustöðinni „með tár í augum“.

Erfitt að finna lífsýni

Stúlkan gekkst undir læknisskoðun og kemur fram að læknir hafi meðal annars fundið smápeninga og peningaseðil í leggöngum hennar. Þá kemur fram að erfitt hafi reynst að finna lífsýni á líkama stúlkunnar.

Ekkert sæði fannst við skoðunina en að sögn stúlkunnar notuðu árásarmennirnir smokk.

Mennirnir neita báðir sök í málinu. Við yfirheyrslur sögðust þeir aldrei hafa hitt stúlkuna áður. Þeir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald og er málið til rannsóknar hjá lögreglu samkvæmt frétt á vef Cretalive. Þá er málið komið inn á borð saksóknaraembættisins í Heraklion.

DV hafði samband við blaðafulltrúa utanríkisráðuneytisins við vinnslu fréttarinnar sem gat ekki tjáð sig um málið að svo stöddu.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“

Íslendingar minnast Frans páfa – „Væn manneskja“
Fréttir
Í gær

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“

Kennari á Akureyri segir grein Grafarvogsbúa um blauta drauma borgarstjórnar afhjúpandi – „Grafarvogsgremjan er þá eftir allt saman stéttahroki“
Fréttir
Í gær

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós

Segir fyrstu vikur Trump gefa ískyggilega þróun í ljós
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“

„Þetta er sjúkdómur sem leggst á fleiri en bara þann sem er haldinn fíkninni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins

Jeppakall tætti upp Hólmsheiði – Vinkonum og hundum þeirra ógnað vegna framferðis mannsins
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“

Strútur réðst á Boris Johnson – „Of fyndið til þess að deila ekki“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?

Hvernig er hægt að skapa ungmennum heilbrigt val?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“

Kristján Loftsson harðorður – „Alþingi ræður engu í dag hér“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg

ÍR beið ósigur gegn Reykjavíkurborg