fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Eyjan

Eydís Líndal skipuð í embætti forstjóra Landmælinga Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur skipað Eydísi Líndal Finnbogadóttur í embætti forstjóra Landmælinga Íslands til næstu fimm ára.

Eydís hefur starfað hjá Landmælingum Íslands frá árinu 1999, síðast sem forstöðumaður yfir fagsviði miðlunar og grunngerðar og sem settur forstjóri frá september 2018. Eydís var staðgengill forstjóra frá 2007, þar til hún var settur forstjóri.

Valnefnd skipuð af ráðherra mat Eydísi hæfasta meðal umsækjenda til að gegna embætti forstjóra Landmælinga Íslands.

Eydís er með B.Sc.-gráðu í jarðfræði og kennsluréttindi frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún lokið M.sc (Candidat) í jarðfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og M.sc í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands. Eydís er með landvarðaréttindi auk leiðsögumannaréttinda frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Eydís hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, meðal annars innan skátahreyfingarinnar, ÍA og Karatesambands Íslands. Fyrir þetta hefur hún m.a. hlotið gullmerki ÍSÍ.

Eydís er gift Þresti Þór Ólafssyni, vélfræðingi og eiga þau þrjá syni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda

Steinunn Ólína skrifar: Ár íss og elda
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG

Segir Svandísi líta framhjá mikilvægu atriði sem átt hafi þátt í falli VG
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið

Steinunn Ólína skrifar: Góðavondafólkið
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótaávarp
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!

Orðið á götunni: Meiri músikk – minna mas!
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs