Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag og er vísað í niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og frettabladid.is í síðustu viku.
Fram kemur að lögregluembættin og Neyðarlínan hafi starfað með sveitarfélögum víða um land á undanförnum árum um fjölgun eftirlitsmyndavéla.
„Lögreglan hefur komið með tillögur um staðsetningu eftirlitsmyndavéla í Reykjavík og það er í kostnaðarferli. Samkomulaginu um um öryggismyndavélarnar er þannig háttað að borgin kaupir vélarnar og útvegar ljósleiðarasamband, Neyðarlínan ber ábyrgð á uppsetningu og viðhaldi og lögreglan annast vöktun.“
Er haft eftir Kristni J. Ólafssyni, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg.
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi, vill frekari umræðu um umfang eftirlits af þessu tagi:
„Ég skil þörfina fyrir öryggistilfinningu en mér finnst þetta ferli við fjölgun myndavéla þurfa að vera uppi á borðum. Við megum ekki vakna upp við vondan draum einn daginn þar sem yfirvöld geta fylgst með ferðum allra án þess það hafi verið rætt hvers konar umfang er eðlilegt í slíku eftirliti.“
Er haft eftir henni í Fréttablaðinu og benti hún jafnframt á að örar tæknibreytingar verði til þess að sífellt vakni ný álitamál um rafrænt eftirlit.
Miðað við könnun Zenter er lítill munur á afstöðu fólks eftir menntun og tekjum. Aldur hefur hins vegar sitt að segja en eftir því sem fólk er eldra er það hlynntara fjölgun eftirlitsmyndavéla.