fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Davíð segir Ragnar Þór hættulegan og upphlaup hans vera „tylliástæðu“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 1. júlí 2019 09:03

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Mynd Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Stefánsson, nýr ritstjóri Fréttablaðsins, virðist enginn aðdáandi Ragnars Þórs Ingólfssonar, formanns VR, ef marka má leiðara blaðsins í dag. Segir Davíð að Ragnar hafi gefið upp falska ástæðu fyrir því að afturkalla umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna á dögunum. Sagði Ragnar Þór að ástæðan væri hækkun breytilegra vaxta verðtryggðra sjóðsfélagalána úr 2.06% í 2.26%, skömmu eftir að Seðlabankinn lækkaði stýrivexti. Sakaði hann Samtök atvinnulífsins um blekkingar og skuggastjórnun, og vitað hafi verið um hækkunina með árs fyrirvara.

Davíð segir þetta „átakanlegt“:

„Það hefur því verið átakanlegt að fylgjast með þeirri hörðu valdabaráttu sem er innan stærsta launþegafélags landsins, VR. Formaður þess vill að fulltrúar félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hlýði hans fyrirskipunum. Þetta voru stjórnarmennirnir ekki tilbúnir til að gera, enda stríðir það gegn bæði lögum og samþykktum sjóðsins að stjórnarmenn reki erindi einhvers utanaðkomandi á vettvangi sjóðsins. Skiptir þá engu hvort viðkomandi er formaður VR eða einhver annar.“

Tylliástæða

Davíð segir að raunverulegur tilgangur með þessu upphlaupi hafi verið að „hreinsa“ fulltrúa félagsins sem þóttu ekki nægilega hliðhollir Ragnari Þór:

„Um hvað er þá deilt? Vandséð er hvaða hagsmunum það þjónar að ráðast gegn fulltrúum félagsins í stjórn LV, öðrum stjórnarmönnum og starfsmönnum sjóðsins. Svo virðist sem umræður um breytilega vexti hafi verið tylliástæða til að rjúka til og hreinsa fulltrúa félagsins, sem formanninum þykja ekki nægilega fylgispakir, úr stjórn lífeyrissjóðsins.“

Davíð nefnir að Fjármálaeftirlitið kanni nú lögmæti aðgerða Ragnars Þórs, en í hlutafélagalögum sé skýrt að stjórnarmenn megi ekki ganga erinda utanaðkomandi, heldur vera sjálfstæðir og gæta hagsmuna allra hluthafa:

„Hingað til hefur verið litið svo á að þetta gildi einnig um fleiri félagaform, þar á meðal um stjórnir lífeyrissjóða.“

Ragnar Þór hættulegur

Davíð telur að forsenda velferðar sé í hættu ef Ragnar Þór fái að beita áhrifum sínum:

„Það tekur áratugi að byggja upp sjóðsmyndað lífeyriskerfi. Þótt kerfið sé öflugt er það ungt og á líkast til enn þrjá til fjóra áratugi í að ná fullum þroska. Hvers kyns breytingar á forsendunum, jafnvel tímabundið í pólitískum hitaleik, geta haft veruleg áhrif til lengri tíma.

Pólitísk átök í lífeyrissjóðum eru varasöm. Lífeyrissjóðakerfið varð til fyrir framsýni manna sem skildu að sátt yrði að ríkja um þessa meginstoð þjóðfélagsins. Ef við látum það líðast að formenn verkalýðsfélaga geti beitt áhrifum sínum til þess að sjóðirnir fari að þjóna duttlungum þeirra og pólitískum hagsmunum, þá er mikilvæg forsenda velferðar okkar í hættu.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”