fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar: Atvinnumissir, ósætti og framhjáhald

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 30. júní 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnuspá fyrir vikuna 1. til 7. júlí

stjornuspa

Hrútur

11. mars – 19. apríl

Þú finnur fyrir einhverju nýju í ástarlífinu, hvort sem þú ert í sambandi eður ei. Það kviknar á neista sem þú hefur ekki fundið fyrir áður og er þetta sérstaklega gott fyrir hrúta sem eru í föstu sambandi og líður stundum eins og það vanti eitthvað.

Í vinnunni er lítið að frétta, enda hásumar, og þeir hrútar sem eiga eftir að taka sér sumarfrí láta lítið fyrir sér fara þar til fríið hefst. Þú skalt hins vegar fylgjast vel með því sem þú ert að láta ofan í þig og forðast þann mat sem lætur þér líða illa.

Það er hins vegar eitthvað ósætti á milli þín og fjölskyldumeðlims sem virðist vera erfitt að leysa. Hér er stál í stál og hugsanlega þarft þú að gefa eftir.

Happadagur: Þriðjudagur
Lukkutölur: 23, 40, 91

stjornuspa

Naut

20. apríl – 20. maí

Það er einhver skemmtileg ferð í vændum sem þú getur ómögulega hætt að hugsa um, plana, græja og gera. Mundu samt að oft er dásamlegt að halda út í óvissuna og þú getur ekki alltaf haft stjórn á öllu. Leyfðu þessari ferð frekar bara að gerast og njóttu. Njóttu útsýnis, að heimsækja nýja staði, að hitta nýtt fólk. Þú gætir lært heilan helling á því.

Þú átt almennt séð mjög erfitt með að slaka bara á og finna ró í eigin huga. Þetta hellist oft yfir þig á sumrin og ef þú ert meðvitaður um þetta vandamál ertu í góðum málum. Ef þú hins vegar afneitar þessum óróleika fer það ekki vel.

Fjármálin hjá þér eru í fínu standi þessa stundina og þú skalt muna hve góð tilfinning það er. Haltu áfram þínu striki þegar kemur að fjárhagnum og tileinkaðu þér góða sparnaðarsiði.

Happadagur: Sunnudagur
Lukkutölur: 2, 13, 29

stjornuspa

Tvíburar

21. maí – 21. júní

Þér er búið að líða hálf illa líkamlega og hugsanlega er kominn tími á að þú leitir til læknis vegna ýmissa kvilla sem hafa hrjáð þig. Það er ekki eðlilegt að vera alltaf slappur og þú þarft að hlusta vel á líkamann.

Lofaðir tvíburar þurfa einnig að hlusta vel á makann, þó það reynist þeim oft erfitt. Ef þú hlustar á makann þinn, hans þarfir og væntingar þá verður lífið miklu auðveldara. Þú hefur nefnilega ekki alltaf rétt fyrir þér, þótt ótrúlegt megi virðast. Þessi þvermóðska í þér gengur oft aðeins of langt og þú nærð að útiloka svo marga í þínu lífi með henni. Spáðu aðeins í því.

Happadagur: Föstudagur
Lukkutölur: 5, 10, 20

stjornuspa

Krabbi

22. júní – 22. júlí

Þú ert alltaf á fullu, endalaust og þú ert farinn að finna fyrir því. Þú reynir að gera allt fyrir alla með bros á vör en nú er komið að þér, kæri krabbi, að slaka aðeins á.

Þú þarft líka aðeins að endurskoða fjármálin þar sem þú ert búinn að koma í þér í fjárhagskrögga undanfarið. Endilega ráðfærðu þig við einhvern sem kann á peninga og fáðu hann til að hjálpa þér að koma fjárhagnum í lag. Það er nefnilega svo merkilegt með svona fjármál að það er ekkert mál að leysa vandamálin um leið og þau birtast. Ef þau fá hins vegar að drolla áfram endalaust verða þau erfiðari viðureignar.

Svo er hér aðvörun í kortunum til lofaðra krabba. Ef þú ert að leita út fyrir sambandið að ást og hlýju endar það mjög illa. Það mun komast upp og þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þú heldur framhjá.

Happadagur: Mánudagur
Lukkutölur: 6, 89, 94

stjornuspa

Ljón

23. júlí – 22. ágúst

Það er eitthvað stórt að gerast í þínu lífi, elsku ljón, en mér sýnist það ekki vera jákvætt. Þetta er einhvers konar missir, líklegast atvinnumissir. Það þýðir þó ekki að þú sért glataður pappír, oft henda skipulagsbreytingar gott fólk. Líttu á þetta sem tækifæri frekar en tap. Nú er komið að því að þú prófir eitthvað nýtt – þér er beinlínis ýtt út í það.

Svo er einhver stórviðburður í vændum sem þig hlakkar mikið til að sækja. Þetta er viðburður þar sem þú verður umkringdur góðum vinum og kunningjum og það verður hreint út sagt afskaplega skemmtilegt.

Einhleyp ljón hitta manneskju sem þeir hræðast á einhvern hátt. Þessi manneskja er alltaf góð og ljúf, að þér finnst, en kannski er kominn tími á að þú finnir hamingjuna?

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 17, 36, 71

stjornuspa

Meyja

23. ágúst – 22 .september

Fyrripartur vikunnar er frekar litlaus. Þú ert ekki alveg nógu ánægð með starfsandann á vinnustaðnum og ert farin að þrá að komast í sumarfrí. Seinnipartur vikunnar verður mun betri, vinnulega séð. Þú tekur snjallar ákvarðanir sem eiga eftir að skila þér frábærum árangri til lengri tíma litið.

Þú skalt gæta þín á baktali og varast að velta þér ekki of mikið upp úr því. Baktal er yfirleitt stundað af fólki sem þorir ekki, getur ekki eða vill ekki – sem sagt: gungum. Þú tekur ekki þátt í svoleiðis og þarft ekkert að óttast þó verið sé að pískra um þig í myrkum herbergjum. Þú, meyjan mín, ert nefnilega ekki eins og allir hinir. Þú ert miklu betri og yfir skítkast hafin.

Happadagur: Föstudagur
Lukkutölur: 9, 15, 66

stjornuspa

Vog

23. september – 22. október

Þessi vika einkennist af hæðum og lægðum. Þú skalt samt vera jákvæð því hæðirnar eru miklu hærri en lægðirnar eru lágar. Þú greiðir úr ýmsum vandamálum í vikunni og stendur uppi sterkari þegar henni er lokið.

Lofaðar vogir eru sérstaklega ánægðar með maka sinn í þessari viku og njóta mikils stuðnings og ástar. Einhleypar vogir þurfa að hætta því að væla í koddann yfir því að enginn vilji þær og fara út á meðal fólks og grípa gæsina þegar hún gefst. Auðvitað vill þig enginn ef enginn sér þig – það segir sig sjálft.

Í vinnunni er búin að vera mikil togstreita en í lok vikunnar minnkar hún til muna. Það eru bjartari tímar framundan, vittu til.

Happadagur: Miðvikudagur
Lukkutölur: 16, 38, 88

stjornuspa

Sporðdreki

23. október – 21. nóvember

Það er rosalega mikið að gera hjá þér í vinnunni. Ef þú ert opinber starfsmaður ættir þú að vara þig því það er stórt verkefni sem þú ert búinn að vinna í heillengi sem frestast og frestast og frestast.

Sporðdrekar sem eru í eigin atvinnurekstri eiga eftir að blómstra í þessari viku og hitta á vöru eða þjónustu sem á gjörsamlega eftir að slá í gegn. Mér sýnist þessi vara eða þjónusta vera tengd ferðaþjónustunni – alveg brjálæðislega sniðugt dæmi.

Í einkalífinu gengur allt sinn vanagang. Sporðdrekinn er traustur og styður sína og fær stuðning á móti. Yndislegt líf, alveg hreint.

Happadagur: Sunnudagur
Lukkutölur: 14, 53, 100

stjornuspa

Bogmaður

22. nóvember – 21. desember

Virkilega rómantísk vika framundan ef litið er til einkalífsins. Bogmaðurinn nýtur samvista við maka sinn til hins ýtrasta og einhleypir bogmenn finna sumarástina. Þó hún vari aðeins nokkrar vikur þá er um að gera að njóta hennar.

Þessi gleði í einkalífinu smitast út í vinnuna og þér er boðin frekar spennandi stöðuhækkun. Hugsaðu þig vel um áður en þú segir já. Þú skalt vega og meta hverju þú fórnar og hvað þú græðir.

Gamall vinur kemur í heimsókn og býður þér að taka þátt í sérstöku atvinnutækifæri. Þá gildir það sama – alltaf að vega og meta áhættur og gróða.

Happadagur: Föstudagur
Lukkutölur: 7, 23, 77

stjornuspa

Steingeit

22. desember – 19. janúar

Nú þarf steingeitin að vara sig í einkalífinu. Það er manneskja sem heillar lofuðu steingeitina upp úr skónum, steingeitina sem hefur fundið fyrir leiða í sínu sambandi undanfarið. Ef þig langar að breyta til skaltu gera það heiðarlega. Ekki hljópa í burtu og fara á bak við fólkið sem elskar þig. Gakktu frá þínum málum og hlauptu svo í ástarfaðminn – ef hann bíður svo lengi eftir þér.

Svo mæli ég með að þú látir kíkja á þetta heilsuvesen sem er búið að plaga þig. Þú ert búin að vera með einhvern verk síðustu vikur sem ætlar ekki að fara. Nú er kominn tími á að láta kíkja á þetta.

Happadagur: Laugardagur
Lukkutölur: 18, 57, 69

stjornuspa

Vatnsberi

20. janúar – 18. febrúar

Þetta er tími mikilla breytinga hjá vatnsberanum. Það er ekki eitthvað eitt – það er allt. Þú ert að leita að nýrri vinnu og finnur eina sem smellpassar. Svo ertu mikið að hugsa um að stækka við þig húsnæði. Þá dettur draumaeignin nánast í fangið þitt. Svo kemur einhver ný manneskja inn í fjölskylduna þína sem þér líkar svona líka vel við. Lífið er gott.

Það er síðan tvennt í vændum sem þú hlakkar mikið til – stutt en skemmtileg ferð og stór viðburður sem tengist einhverjum í fjölskyldunni þinni. Bæði verður þetta einstaklega gefandi og skemmtilegt.

Mundu svo að njóta allra þessara breytinga svo þær fari ekki framhjá þér og þú missir af öllu fjörinu.

Happadagur: Miðvikudagur
Lukkutölur: 30, 33, 93

stjornuspa

Fiskar

19. febrúar – 20. mars

Þetta er tíðindalítil vika hjá fiskunum. Þú skalt endilega samt hafa auga með í hvað þú eyðir og ekki eyða umfram efni. Það getur komið þér í klandur.

Í einkalífinu er allt eins og það á að vera og þér líður vel. Þú færð óvænta gjöf í byrjun vikunnar sem á eftir að gera þig svo glaðan.

Í vinnunni þarftu síðan aðeins að gæta þín að fara ekki fram úr áætlun. Ef þú heldur þig við áætlunina gengur allt vel. Einn vinnufélagi er ekki traustsins verður. Þér grunaði það en í þessari viku færðu það staðfest.

Happadagur: Mánudagur
Lukkutölur: 37, 42, 54

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 klukkutímum

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“

Vakti athygli á athæfi Freys er hann var nýlentur í Noregi – „Þá er ólíklegt að menn fari að ydda blýantana strax“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu

Elísabet að landa landsliðsþjálfarastarfinu í Belgíu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir að leikirnir verði ekki fleiri

Staðfestir að leikirnir verði ekki fleiri
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Þau taka þátt í Söngvakeppninni í ár

Þau taka þátt í Söngvakeppninni í ár
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi

Segist hafa banað dóttur sinni af einskærum fíflagangi
Pressan
Fyrir 16 klukkutímum

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“

Zuckerberg gagnrýnir stjórn Biden harðlega – „Öskra og bölva“
Pressan
Fyrir 18 klukkutímum

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Eyjan
Fyrir 18 klukkutímum

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Þorgerður Katrín: Einfeldni í varnarmálum ekki í boði – þurfum að rækta sambandið við Bandaríkin

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.