fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Ólga í MR: Mikil reiði á átakafundi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 29. júní 2019 09:00

Linda Rós Michaelsdóttir og Sigríður Helga Sverrisdóttir sögðu DV sögu sína í júní 2019. Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frétt á dv.is þann 3. júní um starfslok Lindu Rósar Michaelsdóttur frá MR vakti mikla athygli. Þjóðþekkt fólk steig þá fram og vitnaði um einstakan kennara sem mikill missir væri af. Þess má geta að Linda Rós er komin á eftirlaunaaldur en má lögum samkvæmt kenna í tvö ár til viðbótar. Hún hafði óskað þess að vera áfram í hlutastarfi en bundinn var endi á starfsferil hennar við skólann í kjölfar þess að hún gagnrýndi meðferðina á Sigríði Helgu og lagði til, eins og Sigríður Helga, að fenginn yrði utanaðkomandi fagaðili til að freista þess að laga samskipti kennara og vinna gegn einelti.

Þegar Sigríður Helga fór í veikindaleyfi eftir 12. nóvember síðastliðinn óskaði Linda Rós eftir fundi með fagstjóra enskudeildar til að ræða stöðuna sem upp var komin. Einhverra hluta vegna vísaði fagstjóri fundarbeiðninni til rektors og boðaði rektor til fundar 22. nóvember síðastliðinn og kom fram að á fundinum yrðu rektor, konrektor, kennslustjóri, fagstjóri enskudeildar og þrír aðrir kennarar enskudeildar auk Lindu Rósar. Samtals sjö manns gegn Lindu Rós. Þegar Linda Rós sá þetta ákvað hún að fá trúnaðarmann til að mæta með sér á fundinn og hann yrði jafnframt ritari fundarins.

Linda Rós segist vera afar fegin að hafa tekið með sér trúnaðarmann og ritara: „Annars væri ég ein til frásagnar um það sem fram fór á þessum fundi.“ Hún sagði að tillaga hennar um að fenginn yrði óháður aðili til að vinna í samskiptavandamálum í skólanum hafi vakið mikla reiði. „Ég ítreka enn og aftur að eini tilgangurinn minn með þessum fundi sem ég óskaði eftir, var að fara fram á að óháður fagaðili yrði fenginn að skólanum til að vinna í þessum samskiptamálum. Ég er ekki sérfræðingur í einelti og þá síður rektor. En þessu var mjög illa tekið. Konrektor missti stjórn á sér, fagstjóri enskudeildar missti stjórn á sér. Þegar ég benti á að nú þegar væri einn kennari kominn í veikindaleyfi vegna samskiptaerfiðleika barði rektor í borðið, byrsti sig og sagði að hún hefði ekki leyfi til að ræða mál einstakra kennara.“

Þessi frétt er brot úr lengri grein um ólgu í MR, í prentútgáfu DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars