fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Dagur um tapreksturinn: „Þurfa stjórnendur borgarinnar einfaldlega að halda vöku sinni og fylgjast með þróuninni“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. júní 2019 10:00

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Mynd:DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borgarráði í gær var lagt fram þriggja mánaða uppgjör A-hluta Reykjavíkurborgar. Þar kemur í ljós að það er 508 milljónum lakara en ráð var gert fyrir í áætlunum, en það er neikvætt um 343 milljónir í stað 165 milljóna jákvæðrar niðurstöðu samkvæmt áætlun. Morgunblaðið greinir frá.

Þá var rekstarniðurstaða fyrir fjármagnsliði neikvæð um 168 milljónir, alls 902 milljónir undir áætlun og laun og launatengd gjöld voru 369 milljónir yfir áætlun. Í bókun Sjálfstæðisflokksins frá fundi borgarráðs segir að skuldir og skuldbindingar borgarinnar hafi hækkað um 4.3 milljarða frá áramótum, þrátt fyrir að tekjur af fasteignaskatti hafi hækkað 17.5% og útsvarsprósentan sé í hámarki. Krefst Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, að fjármálaáætlanir borgarinnar verði endurskoðaðar, en uppgjörið var gert áður en WOW fór í þrot.

„Lítið fór fyrir fréttatilkynningu um afkomu borgarinnar fyrstu 3 mánuði ársins. – Eiginlega ekki neitt. Það kann að vera vegna þess að afkoman var ekki góð. – Snarversnar milli ára. Skuldir hækkuðu um meira en milljarð á mánuði þrátt fyrir að skattar séu í hæstu hæðum,“

sagði Eyþór á Facebook.

Skal tekið með fyrirvara

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, segir við Morgunblaðið að uppgjörið sé ekki dæmigert fyrir árið allt og því skuli taka því með fyrirvara, þó svo niðurstaðan sé lakari en ráð var fyrir gert:

„Í uppgjörinu sjáum við vísbendingar um minnkandi útsvarstekjur sem gæti bent til samdráttar á vinnumarkaði. Skýringin gæti þó einnig verið síðbúin skil ríkisins á staðgreiðslu útsvars því útsvarstekjurnar hækkuðu í apríl og þá gekk tekjusamdrátturinn að einhverju leyti til baka. Í mínum huga þá þurfa stjórnendur borgarinnar einfaldlega að halda vöku sinni og fylgjast með þróuninni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?

Ágúst Borgþór skrifar: Er hægt að létta þessari martröð af þjóðinni?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump

Þetta myndi Arnar Þór gera ef hann væri Donald Trump