Fékk ekki að koma inn í landið
Jeremy Meeks, 32 ára glæpamaður sem varð frægur á einni nóttu eftir að lögregluembættið í Stockton í Kaliforníu birti mynd af honum á Facebook, var rekinn frá Bretlandi síðdegis í gær skömmu eftir að hann lenti á Heathrow flugvelli.
Meeks, sem er orðinn heimsþekkt fyrirsæta, flaug til London frá Los Angeles en hann var bókaður í nokkrar myndatökur og átti að koma fram í útgáfuteiti hjá nýju blaði þar sem hann prýðir forsíðu nýjasta tölublaðsins.
Eftir nokkra bið á Heathrow var Meeks sendur til New York. Umboðsmaður Meeks sagði við fjölmiðla að Meeks hefði ekki verið handtekinn heldur haldið af landamæravörðum og meinaður aðgangur inn í landið þrátt fyrir að vera með rétta pappíra.
“Hann var mjög ósáttur. Þeir leyfðu honum ekki að koma inn í landið og fór út í vél í lögreglufylgd.”
Myndin af Meeks sem birtist árið 2014 vakti mikla athygli þar sem Meeks þótti gífurlega myndarlegur. Meeks var dæmdur í fangelsi fyrir brot á vopnalögum og á meðan hann sat inni fékk hann samning við Blaze Models. Síðan þá hefur hann verið eftirsótt fyrirsæta.