fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
FókusKynning

BÍLAR Í BÍÓ

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. apríl 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílar koma fyrir í fjölda kvikmynda, í þeim flestum gegna þeir ekki mikilvægara hlutverk en að koma sögupersónum frá A til B, en í nokkrum kvikmyndum eru þeir veigamikill hluti af sögunni. Kíkjum á nokkrar slíkar myndir.

CHRISTINE (1983): Morðóður eðalvagn

Myndin, sem byggð er á bók Stephens King, segir frá Arnie, nördalegum unglingi sem eignast rauðan Plymouth Belvedere bíl sem kallast Christine, og fer í að gera hann upp. Eftir því sem vinnunni vindur fram, verður eigandinn sífellt meiri töffari. Vinur Arnie kemst að því að eiginkona og dóttir fyrri eiganda bílsins hafði látið lífið í bílnum og fljótlega fer hið rétta eðli Christine að koma í ljós.

FERRIS BUELLER’S DAY OFF (1986): Frídagur á Ferrari

Ferris Bueller ákveður að skrópa einn dag í skólanum og fær kærustu sína og besta vin sinn með í þau áform. Hann nær einnig að sannfæra vininn um að fá bíl föður hans, sem er Ferrari 250 GT 1961, „lánaðan“. Dagurinn verður eftirminnilegur, þar sem þau eru með skólastjórann á hælunum allan tímann, en hann grunar þau um græsku. Hins vegar fer ekki svo vel fyrir bílnum eins og sjá má í einu kostulegu atriði myndarinnar.

BACK TO THE FUTURE (alls þrjár myndir frá 1985–1990): Tímaflakk í bíl

Tímaflakk hefur verið vinsælt þema í kvikmyndum og hér smíðar dr. Emmett Brown tímavél úr DeLorean DMC-12 bíl sem færir hann og vin hans, Marty McFly, til fortíðar og framtíðar, og heim aftur. Eini vandinn er að bíllinn þarf beina braut til að ná 88 mílum á klukkustund. Saman lenda vinirnir í alls konar vandræðum og ævintýrum, meðal annars því að móðir Marty verður ástfangin af honum í fortíðinni.

GOLDFINGER (1964): Sportbíll fyrir spæjara

Njósnari hennar hátignar, James Bond eða 007, er ekki bara fyrir fallegar konur og vodka martini, hristan ekki hrærðan, hann keyrir líka um á aragrúa fallegra bíla, sem flestir eru búnir alls konar aukabúnaði sem nauðsynlegur er spæjara sem ætlar að bjarga heiminum á rúmum tveimur klukkustundum. Einn af þeim fallegustu er árgerð 1963 af Aston Martin DB5.

BATMAN BEGINS (2005): Bíll fyrir ofurhetju

„The Tumbler“ sem Bruce Wayne/Batman keyrir um á er upprunalega hannaður fyrir herinn, útbúinn tveimur risastórum byssum að framan. Með því að ýta á réttan takka er hægt að þeysast út á mótorhjóli og einnig getur bílinn stokkið milli húsþaka. Nauðsynlegur bíll fyrir ofurhetju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
09.05.2024

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn

UAK 10 ára – Ráðstefna á laugardaginn
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr
KynningMatur
22.12.2023

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb

Skúbblerone er nýr hátíðarís hjá Skúbb
Kynning
06.11.2023

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum

Æfinga eða keppnisferð íþróttafélaga í útlöndum
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“