fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Jón Ingi dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og þarf að borga tæpar 20 milljónir í sekt

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 26. júní 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Ingi Gíslason var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar upp á 19.350.000 í ríkissjóðs vegna stórfellds skattalagabrots. Mál Jóns hefur verið afar lengi í meðferð í réttarkerfinu en sérstakur saksóknari ákærði hann vorið 2013 fyrir stórfelld skattalagabrot frá árinu 2009. Jóni var gefið að sök að hafa ekki talið fram til skatts fjármagnstekjur upp á yfir hundrað milljónir króna, eða 110.504.000, af uppgjöri á 44 framvirkum gjaldmiðlasamningum sem gerðir voru við Glitni banka og voru skattskyldar. Vangreiddur fjármagnstekjuskattur af þessum tekjum er rúmlega 11 milljónir króna.

Árið 2017 greindi DV frá því að Jóni hefði verið gert að víkja úr trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og sem formaður kjördæmasambanda Reykjavíkur þar sem hann hefði brotið siðareglur flokksins vegna málsins. Jón var lengi áhrifamaður í Framsóknarflokknuim og talinn mikill kosningasmali. Er honum eignuð hlutdeild í miklum kosningasigri Framsóknarflokksins árið 2013. Einnig komst hann í fréttir fyrir að rækta bardagahana í Dóminíska lýðveldinu.

Fyrir dómi krafðist Jón þess að málinu yrði vísað frá dómi en þeirri kröfu var hafnað. Athygli vekur að hann hefur lengi mátt bíða dóms en ákært var fyrir rúmlega sex árum og afbrotið framið fyrir tíu árum. Hanaat er ólöglegt á Íslandi sem og í flestum vestrænum ríkjum en á sínum tíma vísaði Jón ásökunum um dýraníð á bug.

Dómur héraðsdóms

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Í gær

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki
Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur