fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Eyjan

Kristján Þór fylgir ráðgjöf Hafró um leyfilegan heildarafla

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 26. júní 2019 11:00

Kristján Þór Júlíusson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár og fylgir hún alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Ráðgjöfin er gerð á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu og er varúðarnálgun Alþjóðahafrannsóknaráðsins höfð að leiðarljósi.

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða þorskstofnsins er sterk og því verða aflaheimildir í þorski auknar um 3%, úr 264.437 tonnum í 272.411 tonn. Aflamark í ýsu munu hins vegar dragast saman um 28% og skýrist það annars vegar af því að spá um um vöxt 2014 árgangsins gekk ekki eftir og jafnframt af breyttri aflareglu þar sem veiðihlutfall er lækkað úr 0.40 í 0.35. Aflamark ufsa verður aukið um 2% en veiðiheimildir fyrir gullkarfa, grálúðu og síld lækka.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra: „Það að byggja ákvörðun um leyfilegan heildarafla á grundvelli vísindalegrar ráðgjafar er ein af megin stoðum íslenskrar fiskveiðistjórnunar og tryggir sjálfbærni auðlinda hafsins til framtíðar. Árangur þeirrar stefnu er ótvíræður líkt og birtist meðal annars í því að hrygningarstofn þorsks hefur stækkað á undanförnum árum og hefur ekki verið stærri í tæp 60 ár. Hins vegar blasir við okkur í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar að það er nýliðunarbrestur í nokkrum tegundum en það er atriði sem þarf að bregðast við með frekari rannsóknum.“

Í meðfylgjandi töflu má sjá ákvörðun um heildaraflamark fyrir einstakar tegundir. Þess ber að geta að aflamark fyrir mikilvæga uppsjávarstofna verður ákveðið síðar á árinu.

Tegund Tonn
Blálanga 483
Djúpkarfi 12.492
Grálúða 12.047
Gullkarfi 38.896
Gulllax 9.124
Hlýri 375
Íslensk sumargotssíld 34.572
Keila 2.906
Langa 5.299
Langlúra 1.067
Litli karfi 697
Sandkoli 399
Skarkoli 6.985
Skrápflúra 15
Skötuselur 428
Steinbítur 8.344
Ufsi 80.588
Úthafsrækja 4.682
Ýsa 40.723
Þorskur 270.011
Þykkvalúra/Sólkoli 1.341
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri

Þorsteinn Pálsson leiðréttir Össur: Nei, Össur, það er ekki Viðreisn heldur Samfylkingin sem hallar sér til hægri
Eyjan
Í gær

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“

Segir fund með Grindvíkingum sláandi – „Það er orðið svo þreytt að segja að hugur manns sé hjá þeim“