fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Eyjan

Áhrifaþáttum á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi komið fyrir á einni skýringarmynd – Sjón er sögu ríkari

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 25. júní 2019 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ójöfn staða kynjanna í íslensku atvinnulífi var tilefni rannsóknar sem þau Snjólfur Ólafsson, Erla S. Kristjánsdóttir, Lára Jóhannsdóttir og Þóra H. Christiansen réðust í er nefnist Þættir sem hafa áhrif á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi: Heildarmynd sýnd með áhrifariti .

Tilgangurinn með rannsókninni er sagður vera sá, að draga fram heildarmynd af stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi, með svokölluðu áhrifariti, þar sem sýnd eru atriði sem „vega þungt og hvernig þau hafa áhrif hvert á annað.“

„Á þennan hátt sýnir ein mynd, þ.e. áhrifaritið, ekki eingöngu hver meginatriði viðfangsefnisins eru, heldur er einnig hægt að sjá á einfaldan hátt margt fleira, t.d. hvaða atriði hafa mikil áhrif á tiltekið atriði og ýmsar orsakakeðjur,“

segir í inngangi rannsóknarinnar. Rannsóknaraðferðin er sögð ólíkt því sem tíðkist:

„Hún felst í því að draga saman sýn sérfræðinga og hagsmunaaðila á tiltekna þætti í íslensku samfélagi, orsakir, áhrif og hugsanlegar aðgerðir og kortleggja heildarmynd þar sem hver hluti myndarinnar byggist á sýn margra einstaklinga. Hlutverk rannsakenda er að raða sýn þeirra allra saman þannig að hún myndi eina heild. Sú heildarmynd sem fæst og sýnd er með áhrifariti er þar af leiðandi meginframlag greinarinnar. Leitast er við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningu; Hvaða þættir geta stuðlað að jafnri stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi?“

Áhrifarit sýnir stöðuna

Sjá má áhrifaritið hér að neðan, til glöggvunar.

  •  Líkt og sjá má þá leiðir meira gagnsæi í launamálum að meiri valdeflingu kvenna, sem aftur leiðir að minni kynbundnum launamuni við ráðningu og auknum frama kvenna í fyrirtækjum.
  • Þá mun veruleg bæting fæðingarorlofs einnig leiða til valdeflingar kvenna og jafnari fjölskylduábyrgðar, sem leiðir til fleiri fyrirmynda karla og kvenna, sem aftur leiðir að minni kynjaskiptingu starfa.
  • Þá mun lögbinding jafnlaunavottunar leiða að aukinni ábyrgð stjórnenda á jafnri stöðu kynjanna og endurmati á launakerfi innan fyrirtækja, sem aftur mun jafna hlutföll kynja í framkvæmdastjórnum.
  • Allt mun þetta stuðla að því að staðalmyndir fjari út, samkvæmt áhrifaritinu.

 

 

Mikið verk óunnið

Í framhaldinu má nefna að aðeins þriðjungur þeirra fyrirtækja og stofnana, sem þurfa lögum samkvæmt að öðlast jafnlaunavottun fyrir árslok, hafa öðlast slíka vottun nú. Fjórir vottunaraðilar sinna verkefninu en sérfræðingar telja að þeim þurfi að fjölga. Ljóst er að ekki mun takast að ljúka vottun allra, sem hana þurfa, fyrir áramót, líkt og greint var frá í morgun.

Sjá nánar: Mikið verk óunnið varðandi jafnlaunavottun – Fjöldi fyrirtækja á enn eftir að fá vottun

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Í gær

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“

Stjórnarskrárbrot Alþingis: Lögmaður sýnir svart á hvítu hversu miklu var breytt í frumvarpinu – „6 orð sem standa eftir“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?

Orðið á götunni: Samfylkingin slaufaði Þórði – hvað gerir Sjálfstæðisflokkurinn við Jón Gunnarsson?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“

Diljá Mist hæðist að Miðflokksmönnum – „Það borgar sig að mæta í vinnuna“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“

Inga lét sverfa til stáls – „Ég get til dæmis ekki lesið í gegnum höfuðið á þér“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller

Heilbrigðismál: 220 hjúkrunarrými á kjörtímabilinu en ekki 700 eins og lofað var, segir Alma Möller